Kennarasambandið og heildarsamtök launafólks fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta um að kynin séu tvö

frettinInnlent3 Comments

Heildarsamtök launafólks taka undir kröfu Samtakanna 78 um að íslensk stjórnvöld fordæmi tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn. „Veita verður viðspyrnu, annars er voðinn vís“, segir í yfirlýsingunni sem má sjá hér neðar:

„Heildarsamtök launafólks taka undir yfirlýsingu Samtakanna 78 og hvetja stjórnvöld til að taka afgerandi stöðu gegn nýlegri tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn. „Með tilskipuninni afneitar forsetinn tilvist trans og intersex fólks og gerir réttindi þeirra að engu, réttindi sem barist var ötullega fyrir í langan tíma," segir í yfirlýsingu Heildarsamtakanna.

Jafnframt kemur fram að mikilvægt sé að veita viðspyrnu og hafa hugfast að mannréttindabrot verða ekki liðin.

Heildarsamtök launafólks samanstanda af ASÍ, BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands – sem öll skrifa undir yfirlýsinguna.

Stuðningsyfirlýsingin í heild

Mannréttindabrot verða ekki liðin

Framkoma, ákvarðanir og stefnumótun valdhafa erlendis geta haft alvarlegar afleiðingar og valdið bakslagi og mikilli afturför í jafnréttismálum, líka hér á landi. Ef við veitum ekki viðspyrnu og sýnum hvers megnug við erum er voðinn vís.

Heildarsamtök launafólks styðja yfirlýsingu Samtakanna 78 og hvetja stjórnvöld til að taka afgerandi afstöðu gegn nýrri tilskipun Bandaríkjaforseta um tvö kyn. Með tilskipuninni afneitar forsetinn tilvist trans og intersex fólks og gerir réttindi þeirra að engu, réttindi sem barist var ötullega fyrir í langan tíma.

Heildarsamtökin taka undir kröfu Samtakanna 78 um að íslensk stjórnvöld fordæmi tilskipun Bandaríkjaforseta og standi með hinsegin fólki á alþjóðavettvangi, ekki síst í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland stendur framar en mörg önnur ríki þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum hinsegin fólks og horft er til Íslands sem fyrirmyndar. Því fylgir ábyrgð sem stjórnvöld verða að standa undir. Skerðing mannréttinda og mannréttindabrot verða ekki liðin.“

Þess ber að geta að Trump setti lögin til verndar konum í íþróttum við mikin fögnuð íþróttakvenna þar í landi, og gerir það á grundvelli líffræðilegra staðreynda. Eins og flestum er kunnugt um, eru karlmenn af náttúrunnar hendi sterkari og með öðruvísi litninga XX og konur eru með XY litninga. Kennarasamband Íslands virðist hafna líffræðinni fyrir aktivisma og því spurning um endurmenntun þar á bæ.

3 Comments on “Kennarasambandið og heildarsamtök launafólks fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta um að kynin séu tvö”

  1. Kennarasamband Ísland veit ekki um hvað tilskipanir hans fjalla. Þau apa upp einhverja skilgreiningu frá sérhagsmunasamtökum. Kennarasamtökin virðist skít sama um þessar stúlkur og konur, engin mannréttindi fyrir þær samkvæmt íslenskum kennurum.

  2. Við neyðumst sennilega til að segja USA stríð á hendur. Trump getur bara sjálfum sér um kennt. Í nafni Leifs Eiríkssonar munum við rústa þessum vesalingum. En fyrst verðum við að klára Rússana.

  3. Kynin eru bara 2 sama hvað fólk upplifir sig,,,,,svo einfalt er það nú..

Skildu eftir skilaboð