Á þessum tímapunkti er fróðlegt að setja fellingar trjáa í Öskjuhlíð í heildarsamhengi við skóginn á trjáfellingasvæðinu.
Í fyrsta forgangi er rauða svæðið. Þar þarf að fella tæplega 500 tré sem er um 4% af ofangreindum heildarfjölda trjáa innan forgangssvæða. Það verkefni gengur vonum framar. Samkvæmt endurmælingu sem Isavia lét gera í gær, föstudag, voru um 100 tré ófelld innan forgangssvæðis 1 og er stefnt að því að klára það um helgina.
Næstu skref
Næstu skref í verkefninu verða metin eftir helgi. Nauðsynlegt er að draga fellda trjáboli og afsagaðar trjágreinar út úr skóginum og í framhaldinu huga að verklagi við næsta áfanga verkefnisins sem eru trjáfellingar á forgangssvæði 2 (gult svæði).
Spennandi hugmyndir
Reykjavíkurborg er einnig að vinna með hugmyndir um hvernig nýta má viðinn sem fellur til en margar áhugaverðar tillögur eru til skoðunar. Þá er starfsfólk borgarinnar að vinna að áætlunum um gerð fallegra rjóða og lagningu stíga á svæðinu og sjá mörg tækifæri til að bæta enn frekar þetta vinsæla útivistarsvæði.
Kröfur Samgöngustofu
Samgöngustofa tekur ákvörðun um hvenær er rétt að opna aftur austur-vestur flugleiðina á Reykjavíkurflugvelli.
Miðað við kröfur Samgöngustofu er æskilegt að fella um 1400 tré innan þeirra þriggja forgangssvæða sem sýnt er á meðfylgjandi korti – merkt forgangur 1 - 3. Heildarfjöldi trjáa innan þessara forgangssvæða er um 8300 tré sem myndi þýða að um 17% af heildarfjölda trjáa á forgangssvæðinum þremur yrðu felld.