Innköllun á Morbier Tradition Émotion osti

frettinFréttatilkynning, InnlentLeave a Comment

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Morbier Tradition Émotion ost.

Ástæða innköllunar

Osturinn hefur mögulega smitast af bakteríunni Escherichia coli af tegundinni STEC (Shiga Toxin producing Escherichia coli).

Hver er hættan?

Matvæli sem eru smituð af E. coli STEC geta valdið matarbornum sjúkdómum og því verið óörugg til neyslu.

Leiðbeiningar til neytenda

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni í versluninni þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Skildu eftir skilaboð