RFK og MAHA ætla að rannsaka áhrif bólusetningar barna á ýmissa sjúkdóma

frettinBólusetningar, ErlentLeave a Comment

Nýr heilbrigðis- og mannréttindaráðherra Trump-stjórnarinnar, Robert F. Kennedy Jr., segir að ný nefnd muni skoða áætlun um bólusetningar barna sem mögulega orsök langvinna sjúkdóma.

„við ætlum að skoða þetta vandlega,“ sagði Kennedy um málið, við The Hill.

Make America Healthy Again (MAHA) mun skoða alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar og áhrif þess á bandarísku þjóðina, og segir stofnunin að rannsóknin verði forgangsverkefni á dagskrá sinni. Kennedy Jr. bendir á sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, einhverfu og geðsjúkdóma séu aukaverkanir sem verði skoðaðar.

„Sumir af mögulegum þáttum sem við munum rannsaka eru ófullnægjandi athuguð efni sem bóluefnin innihalda. Þá mun stofnunin rannsaka rafsegulgeislun, glýfosat, skordýraeitur, ofurunnin matvæli, gervi fæðuofnæmi, SSRI [þunglyndislyf] ​​og önnur geðlyf, PFAS, PFOA, örplast og fleira sem hefur slæm áhrif á mannslíkamann,“ sagði Kennedy við starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins (HHS).

Kennedy yngri hét því ennfremur að starf bandaríska heilbrigðis- og mannþjónusturáðuneytisins yrði unnin með „ gagnsæi að leiðarljósi“ og sagðist ætla að taka á þáttum sem teljast hafa áhrif á iðnaðinn og hagsmunaárekstra.

„Bæði vísindi og lýðræði blómstra af frjálsu og óhindruðu flæði upplýsinga,“ sagði Kennedy. „Við munum koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í nefndum og hjá rannsóknaraðilum eins og mögulegt er, við munum snúa þeirri vegferð við og vonumst til að endurreisa traust almennings, með þessum breytingum.“

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð