Donald Trump forseti hefur skrifað undir framkvæmdaskipun sem kemur í veg fyrir ríkisfjármögnun skóla og háskóla, sem krefjast þess að nemendur séu bólusettir með Covid-19 „bóluefnunum.“
Aðgerðin er hluti af stærri áætlun Trump, sem miðar að því að draga til baka bólusetningarskyldu sem Biden stjórnin setti í lög.
21 ríki hafa nú þegar bannað COVID-bólusetningarskyldu fyrir námsmenn.
Sumir þingmenn repúblikana þrýsta á um víðtækara bann, þar á meðal Montana tillögu um að banna alfarið mRNA bóluefni. Idaho setti nýlega bann á COVID efnin fyrir allar heilbrigðisstofnanir sínar.
Nýja tilskipunin kemur í kjölfar nýlegrar ráðstöfunar Trumps til að endurráða meira en 8,000 hermenn sem voru reknir úr hernum fyrir að neita COVID bólusetningu.
Tilskipunina má lesa hér.
One Comment on “Trump lokar á alríkissjóði fyrir skóla sem krefjast Covid bólusetninga”
Trumparinn er öflugur, vel gert hjá honum..