Varðberg - samtök um vestræna samvinnu og utanríkisráðuneytið standa fyrir opnu málþingi um öryggis- og varnarmál á viðsjárverðum tímum. Málþingið fer fram í Norræna húsinu í dag 26. febrúar kl. 16:00-17:00.
Dagskrá:
Opnunarávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
Pallborð: Öryggi og varnir á viðsjárverðum tímum.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra
- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra
Stjórnandi umræðu er Freyja Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri, Blaðamannafélags Íslands.
Fundarstjóri er Davíð Stefánsson, formaður Varðbergs.
Öryggisumhverfið hefur gjörbreyst á skömmum tíma og ríki Evrópu standa nú frammi fyrir því að þurfa að stórauka framlög til öryggis- og varnarmála og hraða enn frekar uppbyggingu á herafla og getu. Á málþinginu ræða þrjár konur sem farið hafa fyrir málaflokknum helstu áskoranir í alþjóðamálum, hvernig tryggja megi öryggi og varnir Íslands með þátttöku í fjölþjóðlegu og svæðisbundnu samstarfi og hvernig byggja megi upp þekkingu og getu á sviði öryggis- og varnarmála hér á landi.
Málþingið fer fram á íslensku og verður því streymt á vardberg.is og hér á Fréttinni, sjá link.
One Comment on “Fundur Varðbergs og utanríkisráðuneytisins í Norræna húsinu kl. 16”
Það er falleg að horfa uppá þetta lið sem hefur verið að taka við mútugreiðslum vestan úr Washington, gjamma um áframhaldandi ímyndaðan hræðsluáróður!
Það þarf ekki að geta í eyðurnar hvers vegna umræðan á öllum íslensku fjölmiðlunum er á einn veg þegar blaðamannafélagið stendur fyrir svona frímúrara samkomu!