Trump forseti bauð Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, velkominn í Hvíta húsið í dag.
Trump og JD Vance varaforseti, Marco Rubio utanríkisráðherra og Keir Starmer, hittust í sporöskjulaga skrifstofunni til að ræða hugsanlegan friðarsamninga á milli Rússlands og Úkraínu ásamt framtíð NATO.
JD Vance, var beinskeyttur við Starmer og spurði hann út í „árás á málfrelsi„ þar í landi.
„Við vitum að vegið hefur verið að tjáningarfrelsinu í Bretlandi, sem hafa ekki bara áhrif á Breta, en það getur líka haft áhrif á bandarísk tæknifyrirtæki og þar með bandaríska ríkisborgara,“ sagði Vance.
„Þetta er eitthvað sem við þurfum að ræða yfir hádegismatnum á eftir,“ bætti Vance við:
JD Vance doubles down on his concerns about the UK's free speech infringements.
British PM Keir Starmer's pathetic response "We've had free speech for a long time in the UK and it will last for a long time... I'm very proud of our history there." pic.twitter.com/GNLPjgtC22
— Media Research Center (@theMRC) February 27, 2025
Breska lögreglan hefur til að mynda verið að handtaka fólk vegna tjáningu þeirra á samfélagsmiðlum sem gagnrýna transfólk.
Er þetta það sem Keir Starmer á við þegar hann segir að Bretland hafi málfrelsi, spyrja menn sig?:
“Someone has been caused anxiety based on your social media post. And that is why you’re being arrested.” British policing, 2022. pic.twitter.com/D4MZhbXq08
— Paul Embery (@PaulEmbery) July 30, 2022
BBC greindi frá því að maðurinn í myndbandinu hér ofar, hafi verið handtekinn fyrir „illgjörn samskipti“ og maðurinn sem tók upp myndbandið var einnig handtekinn fyrir að hafa „hindrað handtöku.“