Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn hafa að undanförnu verið að neyða fyrirtæki og almenning til þess að nota kort frá þeim með tilheyrandi kostnaði sem rennur til bankanna, bankarnir eru að segja upp viðskiptum við fyrirtæki og verslanir sem taka á móti reiðufé.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir ótækt að fyrirtækjum og verslunum sem taka ekki við reiðufé fari fjölgandi og útilokar ekki að Seðlabankinn beiti sér hvað það varðar.
„Það er mjög mikilvægt að reiðufé gangi áfram sem gjaldmiðill á þessu landi, -sérstaklega þegar við erum að tala um nauðsynjavörur, eins og mat og eldsneyti. Atburðir erlendis ættu að vera gríðarleg hvatning fyrir okkur og bankana að klára þetta mál,“ segir Ásgeir í ítarlegu viðtali við Ríkisútvarpið.
Seðlabankinn hefur reiknað út að samfélagskostnaður af notkun greiðslumiðla hér á landi sé rúmir 54 milljarðar króna á ári, á hverju ári. Svo þetta sé sett í samhengi er áætlað að nýr Landspítali kosti 200 milljarða króna.
„Arion banki er að segja mér upp þvi ég tek út launin mín í peningum hvern mánuð. Þeir nota pengaþvætti og hryðjuverk sem afsökun., segir einn viðskiptavinur.“ – Notum reiðufé sem er lögeyrir
Bankarnir hóti fyrirtækjum sem taka á móti reiðufé
Bankar eru farnir að hóta minni fyrirtækjum að rifta viðskiptum við þá ef þeir taki við reiðufé, stenst þetta lög spyrja menn?
Umræður um málið hafa spunnist á Facebook síðunni„Notum reiðufé sem er lögeyrir“ þar sem fjallað er um reiðufé sem lögeyri sem gjaldmiðillinn er samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Bankarnir tapa hinsvegar innlánum til að lána aftur á háum vöxtum sem og háu gjaldi af kortafærslum þegar peningar eru notaðir í stað korta. Fólk er hissa og pirrað yfir yfirgangi bankanna sem það segir að eigi sér engin takmörk og sé knúin áfram af græðgi:
,,Frekju-græðgis-bankarnir láta eins og að þeir eigi peninginn sem við viðskiptavinir lánum þeim. Eftirlitsskriffinskan í bönkunum er komin út fyrir allan þjófabálk og heilbrigða skynsemi.“
,,Fór einmitt í verslun í dag og ætlaði að greiða fyrir vörur þar með seðlum eins og ég reyni alltaf að gera þegar upphæðirnar eru ekki þeim mun hærri. Var þá tilkynnt af eigandanum sem ég kannast vel við að Arion banki hefði fyrir stuttu síðan hótað að loka öllum þeirra veltureikningum ef þau hættu ekki að taka við peningum. Þeim var ekki einu sinni leyft að vera með einhverja lágmarks peningaupphæð sem sem þau gætu tekið við. Í hvað helv… rugl erum við eiginlega komin?“

Askja er eitt fyrirtækjanna sem kveðst hætt að taka við reiðufé.
Af hverju eigum við að borga með reiðufé alls staðar í stað korta?
Í hópnum er tekið dæmi hvers vegna sé gott að nota reiðufé:
„Ég er með fimmþúsund króna seðil á mér. Fer á veitingastað og borga fyrir kvöldmatinn með honum. Veitingamaðurinn notar síðan seðilinn til að greiða fyrir línþvott. Þvottahúseigandinn notar svo seðilinn til að borga rakaranum, sem síðan mun nota seðilinn þegar hann fer út að versla. Eftir ótakmarkaðan fjölda greiðslna með seðlinum munu það enn vera fimm þúsund krónur, sem hafa uppfyllt tilgang sinn fyrir alla sem notuðu hann til greiðslu og bankinn hefur ekki haft neitt út úr hverri greiðslu í reiðufé.
95% andvíg að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé
Fréttatíminn greinir frá því að 95% landsmanna séu á móti því að bankarnir banni reiðufé, samkvæmt skoðanakönnun Útvarps sögu:
„Nú hefur verið gerð skoðanakönnun á vef útvarps Sögu og er niðurstaðan þessi: Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu er andvígur þeirri stefnu bankanna að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé í viðskiptum. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór á vefsíðunni á síðasta sólarhring.
Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Ert þú fylgjandi eða andvíg/ur þeirri stefnu að fyrirtæki taki ekki á móti reiðufé í viðskiptum?“
Niðurstaðan var eftirfarandi: Andvíg/ur: 95,1% – Hlynnt/ur: 3,6% – Hlutlausir: 1,3%
Vilja fá fjármálaupplýsingar án dómsúrskurðar
Mbl. greinir frá í dag að stofna eigi sérstaka einingu hjá embætti héraðssaksóknara sem mun hafa leiðandi hlutverk á landsvísu til að efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum, þ.e. svokallað illa fengið fé eða illa fenginn ágóða af glæpastarfsemi. Á einingin að aðstoða lögregluembætti og hafa umsjón yfir haldlögðum og kyrrsettum eignum.
Þá verða heimildir lögreglu auknar þegar kemur að haldlagningu og rannsókn á eignum þeirra sem til rannsóknar eru einnig.
Þetta er á meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, en frumvarpið er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og er umsagnarfrestur til 12. mars.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að samhliða stofnun einingarinnar verða eftirtaldar breytingar lagðar til:
- Að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.
- Að unnt verði að haldleggja eignir til tryggingar greiðslu sekta og sakarkostnaðar, sem og að tryggja réttindi ríkisins í eignum sem lögregla hefur kyrrsett.
- Að heimilt verði að dæma einstaklinga til að greiða fjárhæð sem nemur ávinningi af broti, ef haldlögð verðmæti duga ekki til.
- Að reglur um upptöku ávinnings verði í þeim tilvikum er upptökuþoli er látinn, ekki er vitað hver hann er eða hann finnst ekki.