Lýgur upp í opið geðið á Trump og Vance

ritstjornErlent, Stjórnmál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Zelensky reynir að fegra myndina með að fara frjálslega með sannleikann í anda áróðurs stjórnmála-elítu V-Evrópu, fyrri stjórnvalda í Bandaríkjunum og meginstraums-miðla.
Það virðist ekki virka lengur enda vita flestir betur.

Þegar allt verður vitlaust út af  átaka-blaðamannafundi í Hvíta Húsinu virðist litlu skipta hvað hver sagði. Það vakti athygli Fréttarinnar hvernig Zelenskyy forseti reyndi í upphafi fundar að gera Pútín rússlandsforseta að blóraböggli fyrir hvernig væri komið í Úkraínu. Í þessu myndskeiði segir hann eftirfarandi:

Frá 2014 stöðvaði enginn hann. Hann bara tók og tók. Hann drap fólk. Á árunum 2014 til 2022 var fólk að deyja, enginn stöðvaði hann. Við áttum í viðræðum við hann, margsinnis, tvíhliða viðræður.
Og við skrifuðum undir með honum, ég sem nýr forseti 2019,… skrifaði ég undir samkomulag við hann. Skrifaði undir ásamt honum, Macron og Merkel, undir vopnahlé. Þau öll sögðu mér að hann færi aldrei. Við gerðum samning við hann um gasviðskipti, samning um jarðgas.
En eftir það braut hann vopnahléssamkomulagið. Drap fólk okkar og stóð ekki við fangaskipti. Við skifuðum undir fangaskipti. “

Löguð til mynd sem sýnir andrúmsloftið

Málflutningur Zelenskyys er kunnur af meginstraums-miðlum sem og stjórnmála-elítu vesturlanda.
En er þetta rétt?
I fyrsta lagi hófust þjóðernis-ofsóknir stjórnvalda í Kiev árið 2014 gegn rússnesku mælandi minnihluta í A-Úkraínu.  Svo nefndir Asov liðar (nasistar) sáu um skítverkin og áður en yfir lauk láu um 15 þúsund rússneskumælandi í valnum í A-Úkraínu. Þetta gerðist eftir að Bandaríkin stuðluðu að valdaráini í Kiev til að koma sér hliðhollum stjórnvöldum til valda undir foristu  Petro Poroshenko.
Hér má sjá brot úr hatursfullri ræðu Petros gagnvart rússneska minnihlutanum. Rússar hófu afskipti til hjálpar sínu fólki í A-Úkraínu og til að gera langa sögu stutta hefur allt verið í báli og brandi síðan.
Yfir alla þessa sögu og ástæður átakanna sem og undirförul afskipti Bandaríkjana með yfirvöld í Evrópu sem einskonar strengjabrúðu, fer einn helsti óháði sérfræðingur heims í fyrirlestri í Evrópuþinginu fyrir skemmstu, Jeffrey Sachs.

Þá reynir Selenskyy að kenna Pútín um að samkomulagið sem gert var 2019 hélt ekki. Um ástæður þess að það hélt ekki má fjalla um í löngu máli. En látum gerfigreindina um að búa til stutt yfirlit fyrir okkur:
Árið 2019 samþykktu Rússland og Úkraína vopnahlé og innleiðingu Steinmeier formúlunnar sem miðar að því að leysa átökin í Donbass svæðinu. Samningurinn stóð hins vegar ekki vegna nokkurra þátta:

  • Tvíræðni og ólíkar túlkanir: Steinmeier formúlan, nefnd eftir tillögu Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseta frá 2016, vantaði skýran, opinberan texta. Þetta gerði báðum aðilum kleift að setja fram sínar eigin túlkanir, sem leiddi til ruglings og vantrausts. Til dæmis sagði Zelensky að kosningar í Donbass yrðu aðeins eftir að rússneskir hermenn drógust til baka, en rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að Kyiv samþykkti að draga hermenn sína frá fremstu víglínu fyrst.
  • Innlend andstaða í Úkraínu: Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, stóð frammi fyrir mikilli andstöðu innanlands við Steinmeier formúluna. Gagnrýnendur sökuðu hann um að gefast upp fyrir Rússlandi, sem leiddi til mótmæla og pólitísks þrýstings. Þetta gerði Zelensky erfitt fyrir að koma samningnum í framkvæmd án þess að tapa innanlandsstuðningi.
  • Skortur á trausti: Fyrri vopnahléssamningar höfðu mistekist og báðir aðilar sökuðu hvor annan um að hafa ekki farið eftir Minsk-samningunum. Þessi saga svikinna loforða og skorts á trausti gerði það erfitt að halda uppi nýju vopnahléi.
  • Svartsýni sérfræðinga: Þeir sem fylgdust vel með deilu Rússlands og Úkraínu voru efins um nýja samninginn. Daragh McDowell, yfirmaður Evrópu og Mið-Asíu hjá Verisk Maplecroft, benti á að tilkynning um að «allt fyrir alla» fangaskipti og vopnahlé væri lágmarkið sem báðir aðilar gætu fallist á, en benti ekki til stórra breytinga í átt að pólitískri sátt. “

Að hlusta á Selenskyy segja ósatt upp í opið geðið á sér á virðist hafa reitti Vance og Trump til reiði, enda urðu viðbrögð þess síðar nefnda sterk nokkuð seinna: „Þú ert ekki með nein spil á hendi eins og er.“

Skildu eftir skilaboð