Breskur blaðamaður í Donbass: Harmsagan sem fær ekki að heyrast

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Úkraínustríðið4 Comments

Breski blaðamaðurinn Johnny Miller hefur gert stutta heimildamynd um lífið í Donbass. Nánast algert fjölmiðlabann hefur ríkt á Vesturlöndum um það hvernig stjórnvöld í Kænugarði hafa látið sprengjum rigna yfir almenna borgara á svæðinu síðastliðin níu ár. Myndin var birt hjá Press TV 6. febrúar sl.

Blaðamaður Fréttarinnar varð sjálf vitni að því sem fram kemur í heimildarmynd Miller er hún heimsótti borgirnar Makiivka og Donetsk í Donbass, þegar kosningar fóru þar fram í lok september í fyrra. Sprengjum Úkraínuhers rigndi yfir borgirnar á meðan íbúarnir gengu á kjörstaði. Engin stríðsátök eru í þessum borgum, heldur er tilgangurinn einungis að skelfa almenna borgara og valda þeim tjóni.

„Untold story“ eftir Johnny Miller hjá Press TV (25 mín.)

Miller segir nauðsynlegt að fjalla líka um þessa hlið málsins í von um að það verði til þess að bundinn verði endi á stríðið.

Þrjúhundruð börn á úkraínska dauðalistanum

Miller rannsakaði úkraínska dauðalistann „Myrotvorets“ (e. Peacekeeper) í fyrra. Hann komst m.a. að því að 300 börn höfðu verið sett á listann, með persónulegum upplýsingum um þau eins og til að mynda heimilisfangi. Síðunni er haldið úti af þjóðernisöfgamönnum og nýnazistahópum sem tengjast úkraínskum stjórnvöldum.

Hann kvaðst hafa haft samband við stjórnendur síðunnar til að fá skýringu á þessu. Þeir neituðu að svara en settu hann sjálfan á listann í staðinn. Þeir sem lenda á listanum séu í mikilli hættu ef þeir ferðast til vesturhluta Úkraínu.

Ógnanir á borð við þessa séu ein af ástæðum þess að almenningur í landinu hafi ekki þorað að gagnrýna stjórnvöld í Úkraínu eftir Maidan-valdaránið í Kænugarði árið 2014.

Miller segir frá dauðalistanum (1 mín 40 sek.)

4 Comments on “Breskur blaðamaður í Donbass: Harmsagan sem fær ekki að heyrast”

 1. Og ræsisrotturnar á RÚV þegja þunnu hljóði sem fyrr yfir ódæðum nasistanna í vestur-Úkraínu.
  Djöfull hata ég orðið RÚV og hyski þeirra.

 2. RUV er skítadreifari það er nokkuð ljóst, enn DV með Kristján (skítadreifara) Kristjánsson sem felur sig bak við ritsjórn DV og Samúel Karl (sófakartafla) Ólason á Visir eru mestu áróðurs klósettkafarar BNA, NATO og alþingismanna Íslands!

  Þessir tveir súrefnisþjófar eru EKKI blaðamenn, þetta eru hæfileikalausir áróðurs mótmælendur (blaðramenn) sem fá borgað frá 365 miðlunum fyrir að copy pasta bullinu frá skipulögðum vestrænum áróðursveitum.

  Það er í rauninni ótrúlegt að það sé ekki búið að taka þessa tvo úr umferð!

 3. Mæl þú manna heilastur Ari. Kristján skíthæll Kristjánsson hefur mjög svo kýlanlegt smetti.
  Svo má bæta við blaðamanns-nefnunum Ingólfi Bjarna Sigfússyni og Ólöfu þybbnu hjá RÚV sem gera ekkert annað en lepja upp áróðurinn frá NATO (NAFO) og níða Rússa.

 4. Ég er algjörlega sammála þér hvað varðar RUV, enn hvernig má annað vera, á RUV bermálar skoðunum þeirra sem sitja niður á alþingi, heitir það ekki spilling þegar útvarpsráðið er pólitískt skipað, ég hefði nú haldið það?

  Svo er nú það að það þarft ekkert annað enn lesa það sem fólk er að kommenta á facebook, sem er ritskoðað verfæri kanans. Ég sé það í kommentunum undir þessum áróðursfréttum að þar er maður að nafni Borgþór að halda uppi vörnum fyrir sannleikan, Borgþór er mjög vel lesin um sögu og staðreyndir fyrrum sovétlýðveldana, ég heyrði einhverstaðar að hann búi með konu sem er frá austur hluta Úkraínu. Borgþór kallinn þarf að sitja undir stöðugum árásum frá þessum nálægt 100% íslendinga sem eru BNA, NATO heilaþvegnir frá vöggualdri.

  Svo ég snúi mér að honum Kristjáni (skítadreifara) Kristjánsyni og vinnubrögðum hans þá sendi ég honum allt of mörg email á síðasta ári til að reyna leiðrétta bullið sem hann var að skrifa, í stað þess að svara mailunum frá mér skrifaði hann einhliða haturs staðhæfinga grein um mig á DV á stað þar sem það væri öruggt að ég gæti ekki svarað honum á jafnréttisgrundvelli, þar málar hann sig sem fórnarlamb og segir mig illa upp alinn og alvarlega sjúkann!
  Hér getur fólk lesið þessa áras hans á mig.

  https://www.dv.is/eyjan/2022/08/27/hjalpum-ara/

  Svo við víkjum okkur að þessu stríði, það sem mun líklega gerast er ef Rússar ná sínum markmiðum munu þjóðir í mið Evrópu þurfa að gjörbreyta sínum stjórnarháttum, þær þjóðir sem munu sitja eftir í skítahaugnum eru Bretland, Ísland og öll Skandinavíu löndin. Ísland mun ALDREI skríða út úr rassgatinu á kananum, það mun ALDREI gerast
  heilaþvotta mafían mun sjá til þess. Ég er nokkuð viss um að Ísland sé sú þjóð sem er hvað mest alinn upp af heimsku í veröldinni, það þarf engan sérfræðing til að átta sig á því, staðreindirnar liggja í hvernig við byggjum upp okkar kerfi sem er EKKI byggt fyrir samfélagið heldur byggt til að MJÓLKA samfélagið. Þannig að það þýðir lítið fyrir verkalýðsleiðtogana að sækja betri kjör fyrir fólkið sem landinu, því verkfærin sem kerfið hefur tekur það jafnharðan í burtu og meira til. Krabbameinið liggur niður á alþingi, það þarf að sópa út þessum 63 vita gagnlausu
  eiginhagsmuna fávitum út úr alþingishúsinu!
  Þegar bankahrunið varð hér á landi fyrir um 15 árum síðan var ég bjartsínn um að þá yrði kúvending á kerfinu og við myndum festa þessa íslensku krónu við annan stóran gjaldmiðil svo hún væri ekki alltaf að falla gagnvar öllum hinum gjaldmiðlunum í heiminum og bankakerfið yrði tekið algjörlega í gegn og byggt upp eins og kerfin eru í löndunumí kringum okkur, ekkert af þessu var gert og stjórnvöld héldu áfram að mjólka almenning með því að færa þessum stofnunum veiðileifi á almenning. Staðreyndin er sú að við erum ALGJÖRLEGA GJALDÞROTA hvað varðar stjórnmálakerfi.

Skildu eftir skilaboð