Opið bréf til Zelenskyy forseta Úkraínu

ritstjornErlent, Innlendar, Innlent, Úkraínustríðið3 Comments

Guðmundur Karl Snæbjörnsson MD skrifar:

Vegna stuðnings yfirlýsingar Krístrúnar Frostadóttur forsætisráðherra við Volodymyr Zelenskyy á X í dag:

Hr. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu,

Því miður er þetta eingöngu álit núverandi ríkisstjórnar Íslands sem endurspeglar ekki vilja þjóðarinnar, heldur skoðanir örfárra einstaklinga sem sitja tímabundið í stjórn landsins. Þessir einstaklingar voru ekki kjörnir til að taka þær ákvarðanir sem þeir eru nú að leggja til, hvorki með þér né innan EU.

Við erum herlaus þjóð og höfum alla jafna valið friðarveginn í samskiptum okkar við aðrar þjóðir, ekki ófriði. Aðild okkar að NATO er fyrst og fremst hugsuð sem leið til varnar fyrir okkar land, ekki fyrir árásarhlutverk eða til að blanda okkur í einhver átök milli ríkja utan eða innan bandalagsins. NATO er einfaldlega staðaur fyrir okkar eigin varnir en ekki árásir. Sú leið sem núverandi ríkisstjórn Íslands er að fara  er í beinni andstöðu við öll okkar og brýtur gegn stjórnarskrá landsins. Það er ekki sú stefna sem Íslendingar óska, óháð því hvað örfáir herskáir einstaklingar kunna að reyna að blanda þjóð okkar í. Við höldum áfram að vera friðsamleg þjóð en ekki þjóð í stríði. Þess vegna er stefna núverandi ríkisstjórnar ekki stefna fólksins og getur aldrei lýst vilja okkar sem þjóðar.

Einstaklingar í núverandi ríkisstjórn hefðu aldrei verið kjörnir ef það hefði komið fram í kosningaloforðum þeirra að þeir ætluðu að stuðla að ófriði milli annarra þjóða. Ekki kom fram í kosningaframboði þeirra stuðningur við ríkisstjórnina í Úkraínu, þar sem yfir milljón Úkraínumanna hafa tragískt látið lífið í núverandi stríði, og margir fleiri kunna að verða illa farnir af stríðinu við Rússa.

Við sem þjóð höfum aldrei og ættum aldrei að taka afstöðu með stríðandi aðilum, né munum við styðja einhverjar aðgerðir sem leiða til mannfalls á vígvellinum, hvort sem það er með fjárframlögum til vopnakaupa eða með á annan hátt að styðja áframhaldandi blóðsúthellingar. Slíkar aðgerðir eru einfaldlega siðferðilega rangar, ekki bara óþroskaðar og óviðeigandi, heldur brýtur í bága við friðarvilja og stjórnarskrá Íslands.

Enginn í okkar landi hefur rétt til að ákveða þátttöku okkar í stríðum annarra þjóða, hvort sem það eru þau sem í ríkisstjórn sitja eða aðrir. Slíkar aðgerðir eru í beinni andstöðu við almennt siðferði og stjórnarskrá okkar.

Núverandi ríkisstjórn örfárra einstaklinga er að gera þetta í dag, sem er óásættanlegt og getur leitt til falls hennar í tengslum við þessara atburða.

Þjóðin óskar ekki framhalds eða ígjöf slíkra aðgerða  sem magnar enn frekari ófriðinn í Úkraínu. Miklu fremur óskar þjóðin friðar, og það sem fyrst, svo að þjóð ykkar geti unnið sig út úr þessu hörmulega ástandi sem stríðið við Rússa hefur leitt yfir Úkraínska þjóð.

Þú, sem forseti Úkraínu, hefur framlengt kjörtímabil þitt um meira en ár, og þing Úkraínu hefur nýlega neitað að framlengja forsetatíð þína, sem bendir til þess að þú viljir magna enn frekar upp átök og mannfall í landi þínu.

Það er kominn tími til að þú Volodymyr Zelenskyy stigir til hliðar og boðir til nýrra kosninga í Úkraínu, svo að vilji þjóðar þinnar geti komið fram. Tími þinn í embætti er liðinn, hvort sem það verður með því að gefast upp fyrir ofurefli Rússneska hersins eða með afsögn þinni, til heilla þinni þjóð. Forseti Zelenskyy, þú hefur ekki lengur samleið með friðinum í þínu heimshluta eins og þú hefur haldið fram hingað til. Vík úr embætti svo að þjóð Úkraínu geti einbeitt sér að framtíð sinni.

3 Comments on “Opið bréf til Zelenskyy forseta Úkraínu”

  1. Vel gert Kalli og þú átt heiður skilið fyrir þetta bréf……..Og vonandi verður þessi ömurlega hegðun nokkura aðila í Íslensku ríkisstjórninni til þess að ríkisstjórn spríngur………..

  2. Þuríður

    Ég er algjörlega sammála greinarhöfundi um þessi mál, enn það er ein staðhæfinga villa því miður hjá honum?
    og hún er sú að það hefur ekki orðið nein breyting á Íslandi í þessum málum, hvorki hjá sauðheimskri stjórnmálaelítunni sem stendu 100% við bakið á Úkraínu eða fjölmiðlum, enginn breyting!

    Fréttin er eini miðilinn sem er að byrta sannleikan um þetta stríð, enginn annar
    Ísland er og mun alltaf sitja eftir í klósetti EU, NATO og bandarísku Demókrata áróðursdrullunar fram í rauðan dauðann.

    Sennilega munu heimsveldin Rússland og Bandaríkin semja um þessi mál enhver tíman á árinu, ég tel að Kína eigi líka að koma að þessum málum. Vonandi mun Trump taka Bandaríkin út úr þessum NATO áróðurs hernaðarsamtökum og skilja Vestur-Evrópu rustlið í sinni heimsku og sjálf-tortímingu.

  3. Ég ætla að bæta því við að viðvera okkar í NATO er algjörlega tilgangslaus!
    NATO er úrelt batterí sem leið undir lok 1991 – 1992 þegar Varsjábandalagið var lagt niður.

    Okkur stafar ekki hætta af neinum nema okkur sjálfum, Óskynsemi, heimska og innihaldslaust gjamm er það eina sem við höfum haft fram að færa gagnvart þjóðum heimssins.

    Það hefur aðeins ein þjóð ráðist að okkur frá 1944 ekki Sovétríkin ekki Rússland heldur NATO ríkið Bretland, ekki einu sinni heldur tvisvar, þorskastríðið og þegar þeir settu okkur á lista hryðjuverkamanna árið 2008.

    Ég hef alltaf líkt Bretlandi við Hýenu, þú getur aldrei treist neinu sem kemur út úr kjaftinum á þeim, þeir líta á sig sem heimsveldi enn eru ekkert annað enn aumkunavert smáríki við Ermarsund.

Skildu eftir skilaboð