Facebook lokar á ástralskt fréttaefni

frettinErlentLeave a Comment

Facebook hefur lokað fyrir möguleikann á að Ástralir geti deilt eða lesið fréttaefni á miðlinum. Aðgerðin hefur valdið miklu uppnámi þar sem hún takmarkar aðgang almennings að upplýsingum.

Lokunin eru viðbrögð við fyrirhugaðri lagasetningu í Ástralíu sem myndi gera það að verkum að tæknirisarnir þyrftu að greiða fyrir allt fréttaefni á samfélagsmiðlinum.

Ástralar vöknuðu sem sagt við það sl. fimmtudagsmorgun að Facebook síður allra innlendra og alþjóðlegra fréttamiðla voru ekki tiltækar.  

Síðum ýmissa opinberra heilbrigðis- og neyðarstofnana hafði einnig verið lokað, nokkuð sem Facebook fullyrti síðar að hefðu verið mistök. Lokunin nær líka til þeirra sem búa utan Ástralíu, þeir geta heldur ekki sótt viðkomandi fréttaefni.

Ríkisstjórn Ástralíu hefur gagnrýnt aðgerðina harðlega og segir hana sýna fram á „gífurleg markaðsvöld þessara stafrænu samskiptarisa."

Josh Frydenberg fjármálaráðherra sagði lokunina hafa mikil áhrif. Um 17 milljónir Ástrala nota facebook í hverjum mánuði.

Hann sagði jafnframt að ríkisstjórnin væri ákveðin í setja lögin og sagðist vilja hafa Facebook í Ástralíu.

BBC segir frá.

Skildu eftir skilaboð