Kanadíski grínistinn Norm MacDonald lést þann 14. september síðastliðinn aðeins 61 árs að aldri.
Hann hafði glímt við krabbamein í 9 ár en aðeins örfáir vinir og ættingjar vissu af veikindunum. McDonald varð þekktur á 10. áratug síðustu aldar í þættinum Saturday Night Live ásamt grínmyndum á borð við Billy Madison og Dirty Work.
Hann var uppistandari í húð og hár og var tíður gestur hjá David Letterman, Conan O‘Brien og Jimmy Fallon. Hann var óútreiknanlegur, enginn vissi hvað hann myndi segja eða taka til bragðs.
Hann var dáður af öllum óháð stjórnmálaskoðunum og trúarskoðunum en sjálfur var hann kristinn íhaldsmaður og grínið hans endurspeglaði það oft á tíðum. Hann var einn af þeim örfáu í þessum bransa sem var opinskár með trú sína og talaði um hana í viðtölum og á samfélagsmiðlum.
Ritningin trú og náð. Lof sé Guði.“ tísti hann árið 2017.
„Ég er nokkuð viss - ég er ekki læknir - en ég er nokkuð viss um að ef þú deyrð deyr krabbameinið á sama tíma. Það er ekki tap. Það er jafntefli." sagði hann svo eftirminnilega í einu uppistandinu sínu.
Norm verður sárt saknað af mörgum aðdáendum, blessuð sé minning þessa merka manns.