Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði sl. miðvikudagskvöld að stöðva fóstureyðingarlög í Texas. Lögin sem nýlega tóku gildi og banna flestar fóstureyðingar eftir sex vikna meðgöngu eru þau ströngustu í öllum Bandaríkjunum. Bæði andstæðingar fóstureyðinga og fylgjendur þeirra bundu miklar vonir við niðurstöðu hæstaréttarins.
Það voru þjónustuaðilar í fóstureyðingum sem létu reyna á málið fyrir réttinum.
Fimm hæstaréttadómarar greiddu atkvæði með niðurstöðunni en fjórir á móti.
New York Times segir frá.