Heilbrigðisyfirvöld í borginni Durham, Ontario í Kanada hafa gefið út nýjar reglur um samkomur, þar á meðal á einkaheimilum. Þeim sem boða til samkvæmis á svæðinu ber að skrá niður full nöfn gesta á öllum aldri og símanúmer þeirra. Skráninguna þarf að varðveita í að minnsta kosti einn mánuð og skila inn til yfirvalda innan sólarhrings, sé þess krafist. Samkoma er skilgreind sem fleiri en einn sem ekki eiga sama dvalarstað.
Sektir við brotum á þessum reglum geta numið allt að $5.000 hjá einstaklingum og $25.000 hjá fyrirtækjum.
Dr. Robert Kyle, landlæknir gefur út reglurnar sem má lesa hér.
Nánari umfjöllun má sjá hér