Ekki eru allir jafnþægir og Íslendingar og láta loka sig inni, gríma og takmarka í yfir 20 mánuði án þess að svo mikið sem ræskja sig. Að vísu hafa íbúar margar ríkja þurft að láta yfir sig ganga mun harðari aðgerðir en Íslendingar (og rækilega hrósað af vestrænum fjölmiðlum fyrir „árangurinn“) en viðmiðin eru misminandi. Ísland býr við samkomutakmarkanir og endalausar skynjanir á meðan Danmörk og Svíþjóð eru svo til í gamla norminu. Ástralía og Nýja-Sjáland lifa enn í þeim blekkingarleik að loftborinni veiru sem hefur tekist að breiðast um allan heim megi drepa með því að drepa hagkerfið og samfélagið.
Margir Ástralar hafa fengið nóg. Eins og enginn las um í neinum stórum fréttamiðli þyrptust þúsundir þeirra út á götu um daginn og brutu sig í gegnum lögreglulínur og táragasbyssur. Eins og svo oft áður eru það notendur Twitter sem taka upp það sem raunverulega á sér stað og deila því á meðan blaðamenn halda sig við að skrifa um veðrið og vælandi forréttindafólk.
Þeir fjölmiðlar sem þó hafa heilindi til að fjalla um mótmæli af þessu tagi fá engar endurbirtingar svo tali tekur:
Þetta er ekki fyrsta dæmið um mjög fjölmenn mótmæli venjulegs fólks gegn yfirgangi og valdníðslu sem fá ekki svo mikið sem stafkrók af umfjöllun í helstu fjölmiðlum. Slíkir fjölmiðlar eru enda hættir að flytja fréttir. Þeir eru að segja okkur sögu. Sú saga fjallar um veiru og hvað hún er hættuleg og hvað sprauturnar tvær, þrjár eða fjórar muni gera til að hjálpa okkur.
Sem dæmi má taka Svíþjóð. Eru einhverjar fréttir að berast þaðan
undanfarið? Ríkið tók á sig þungt högg í upphafi faraldurs þegar veira lék lausum hala um stór hjúkrunarheimili þar í landi og allur heimurinn tók þátt í að skamma ríkið fyrir að gríma ekki og inniloka íbúa þess og senda krakka heim til að rotna lifandi fyrir framan tölvuskjá. Í dag er Svíþjóð í fertugasta sæti yfir fjölda dauðsfalla sem skrifuð eru á veiru, hlutfallslega, og því hætt að vera fréttnæm.
Íslendingarnar búa enn við svipaðar takmarkanir og fyrir um ári síðan,
a.m.k. á landamærunum og í öllu sem má kalla viðburðahald. Þó er búið að sprauta þorra íbúa en um leið tala niður bæði virkni þeirra sprauta og aukaverkanir vegna þeirra. Landsmenn eru smátt og smátt undirbúnir fyrir þriðju og síðan fjórðu sprautuna. Almenningur er svo óttasleginn að hann notar grímur þegar enginn er að biðja um slíkt. Kosningar eru handan við hornið en veiran varla á dagskrá af ótta við að styggja rétttrúnaðarlögregluna. Ætla Íslendingar aldrei að mynda sér sjálfstæða skoðun?
Myndskeið frá mótmælunum má finna hér