Mikill eldur logar nú í Grímseyjarkirkju. Vinna slökkviliðsmenn að því að ráða niðurlögum eldsins.
Ekki er vitað um upptök eldsins og lögreglu er ekki kunnugt um að neinn hafi verið staddur í kirkjunni þegar útkall barst að hennar sögn.
Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867 en stækkuð og endurbætt árið 1932. Ljóst er að um töluvert tjón er að ræða.
Mbl.is fjallaði fyrst um málið.
Uppfært: Grímseyjarkirkja er nú brunnin til kaldra kola, blesssuð sé minning hennar.