Grímseyjarkirkja í ljósum logum

frettinInnlendarLeave a Comment

Mik­ill eld­ur log­ar nú í Gríms­eyj­ar­kirkju. Vinna slökkviliðsmenn að því að ráða niður­lög­um elds­ins.

Ekki er vitað um upp­tök elds­ins og lög­reglu er ekki kunn­ugt um að neinn hafi verið stadd­ur í kirkj­unni þegar út­kall barst að henn­ar sögn.

Gríms­eyj­ar­kirkja var byggð árið 1867 en stækkuð og end­ur­bætt árið 1932. Ljóst er að um tölu­vert tjón er að ræða.

Mbl.is fjallaði fyrst um málið.

Uppfært: Grímseyjarkirkja er nú brunnin til kaldra kola, blesssuð sé minning hennar.


Image

Skildu eftir skilaboð