Stéttarfélag í Svíþjóð kærir fyrirtæki fyrir mismunun

frettinErlentLeave a Comment

Þrítugur maður í starfsþjálfun fékk ekki áframhaldandi starf hjá fyrirtækinu Kollega sem hann starfaði hjá"  þar sem hann hafði látið bólusetja sig. Telur stéttarfélagið að um mismunun sé að ræða.

Yfirmaður fyrirtækisins segir að stefna þeirra sé andsnúin bólusetningunni þar sem hann dregur í efa hvort til sé bóluefni sem komi í veg fyrir Covid.

Hann tekur jafnframt fram að starfsmaðurinn var meðvitaður um stefnu fyrirtækisins.

Samkvæmt stéttarfélaginu er það ekki atvinnurekandans að ákveða hvaða læknisfræðilega meðhöndlun starfsmaðurinn megi undirgangast.

Svenska dagbladet greindi frá.

Skildu eftir skilaboð