Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur fyrirskipað Laurel M. Lee innanríkisráðherra að rannsaka samskiptamiðilinn Facebook fyrir meint brot á kosningalögum í Flórída í forsetakosningunum. Ef ný skýrsla dagblaðsins Wall Street Journal á við rök að styðjast staðfestir það að tæknirisinn hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna.
„Það er ekkert leyndarmál að ósamræmis hefur gætt í reglum um ritskoðun tæknirisanna” sagði DeSantis. „Ef þessi nýja skýrsla er rétt þá hefur Facebook brotið lög í Flórída með því að beita áhrifum sínum á kosningar í fjölda ríkjum og sveitarfélögum."
„Flórídabúar eiga rétt á að vita í hve miklum mæli þetta risafyrirtæki hefur haft áhrif á kosningar okkar. Af þeirri ástæðu hef ég óskað þess að Lee leiti allra lagalega leiða til að kanna hvort kosningalög í Flórída hafi verið brotin. Tilhugsunin um að Facebook hafi með leynilegum hætti haft áhrif á kosningar okkar er móðgun við grundvallarreglur lýðveldisins. Við fólkið, eigum rétt á að velja okkar forystumenn, burt séð frá því hvort Silcon Valley samþykkir þá eða ekki."
Bréf ríkisstjórans má lesa hér og þar segir meðal annars að Facebook hafi útbúið lista yfir valda notendur sem voru undanþegnir reglum samskiptamiðilsins og gátu því ólíkt almennum notendum, sett inn hvaða færslur sem er, án eftirlits Facebook. Þannig hafi samskiptamiðilinn búið til tvær stéttir, eina sem gætti forréttinda og aðra sem gerði það ekki.