Falleinkunn frá OECD

frettinCovid bóluefni, Erlent, Innlent, Þorgeir EyjólfssonLeave a Comment

Þorgeir Eyjólfsson skrifar:

Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur fjallað í skýrslu um árangursrýrar sóttvarnaaðgerðir á Íslandi á tímum Covid. Skýrslan greindi frá 11,5% fjölgun dauðsfalla á Íslandi á árinu 2022 sem var mesta hækkun í Evrópu. Ennfremur kom fram í skýrslunni að fjölgun dauðsfalla á Íslandi varð mest meðal 44 ára og yngri meðan fjölgun dauðsfalla annarra þjóða varð mest í elsta aldurshópnum. Einungis Pólland reyndist með hærra dánarhlutfall en Ísland í yngsta aldurshópnum.

Aðra mælingu á slökum sóttvarnaárangri Íslands má sjá í línuritinu sem sýnir þróun tíðni ungbarnadauða á Norðurlöndunum á árunum 2018 til 2022. Hvernig tíðni dauðsfalla íslenskra ungbarna tekur stökk 2020 og 2021 í samanburði við Norðurlöndin kallar á skýringar. Mikilvægt er að læra af reynslunni til að þessi slaka frammistaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda við sóttvarnir í samanburði við nágrannaþjóðirnar endurtaki sig ekki í næsta faraldri. Faraldurinn er handan við hornið ef marka má fyrrverandi forstjóra CDC Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sjá klippu:

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Skildu eftir skilaboð