Fjölgun Covid smita hefur orðið til þess að Landspítalinn hefur sent frá sér tilkynningu sem segir að breyttar reglur hafi tekið gildi klukkan 08:00 þann 16. júlí.
Grímuskylda verður tekin upp í öllum sjúklingasamskiptum og þá mun starfsfólk einnig bera grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga.
Þeir sem koma á göngudeildir verður skylt að bera grímu og allir heimsóknargestir sem og aðrir utanaðkomandi munu þurfa að vera með grímu.
Starfsfólk mun þó ekki þurfa að vera með grímu í starfsmannarýmum nema starfsmenn séu með einkenni öndunarfærasýkingar.
Allir munu þurfa að þvo hendur og nota handspritt.
Takmarkanir verða settar á heimsóknartíma en hann verður nú 17-19 virka daga og 15-18 um helgar.
Þá er í tilkynningu Landspítalans mælst til að börn undir 12 ára komi ekki í heimsóknir á spítalann og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings en að hægt verði að óska eftir undanþágum í sérstökum tilfellum og verði þá tekið tillit til aðstæðna.
Ef faraldur er á deild verður heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið.
Segir Landspítalinn að þessar reglur hafi verið settar á til að bregðast við því að sjúkdómurinn hefur nú greinst á átta deildum spítalans og breiðst hratt út á nokkrum þeirra.
2 Comments on “Nýjar reglur teknar upp vegna fjölgunar Covid smita”
Já einmitt.. Svoldið sorglegt að lesa þessar fréttir … Grímuskylda?? Af hvaða forsendum þetta lið er bilað en fær pening fyrir að taka þátt á plottinu.. Landráðsfólk … Við köllum þetta lið réttum nöfnum!!
Átti sérstakt samtal við manneskju sem kvartaði yfir að vinkona sín átti við Long Covid syndrom .. Getur einhver sýnt mér á blaði að Long Covid syndrom hefur átt sér stað hjá fólki sem tók ekki þessi mRNA gen theropy drugs? Get fullvissað fólk að svo er ekki..