Aðalatriðið í úrskurði Evrópudómstólsins

frettinErlent, Þorgeir EyjólfssonLeave a Comment

Þorgeir Eyjolfsson skrifar:

Af ókunnum ástæðum hefur meginstraumsmiðlum láðst að greina frá aðalatriðinu í niðurstöðu Evrópudómstólsins þar sem hann fjallaði um samninga framkvæmdastjórnarinnar um kaup á covid bóluefnum af lyfjaframleiðendum. Dómstóllinn kvað upp úrskurð um að framleiðandi efnanna beri ábyrgð á skaða sem orsakast af galla í framleiðslunni.(klippan er úr fréttatilkynningu Evrópudómstólsins)

the General Court states that a producer is liable for the damage caused by a defect in its product and its liability cannot be limited or excluded vis-à-vis the victim by a clause limiting, or providing an exemption from, liability under Directive 85/374.

Niðurstaða Evrópudómstólsins gerir skaðleysisgrein kaupsamnings Evrópusambandsins og einstakra landa, þar á meðal Íslands, á bóluefnum af lyfjaframleiðendum marklausa og eru lyfjaframleiðendur ábyrgir vegna skaða sem gölluð mRNA bóluefnin valda.

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Skildu eftir skilaboð