Annar kynjakuklari í bobba – Missti læknaleyfið

EskiErlent, Heilbrigðismál, Kynjamál, Lyf, Lyfjaiðnaðurinn, TransmálLeave a Comment

Dr. Helen Webberley, sem rekur svokallaða trans-heilsugæslu á netinu, Gender GP, hefur misst læknaleyfið sitt. The Times greinir frá. 

Það var kominn tími á reglubundna endurútgáfu leyfisins, en yfirvöld ákváðu í dag, föstudaginn 19. júlí 2024, að endurnýja leyfið ekki.

Helen Webberley sem er þekktur kynjakuklari í Bretlandi hefur áður komist í bobba, en sumarið 2022 missti hún starfsleyfið sitt tímabundið fyrir að stofna þremur unglingsstúlkum í hættu og vegna þess að eftirflygni með þeim væri stórkostklega ábótavant.

Eiginmaðurinn missti leyfið fyrir tveimur árum

Eiginmaður hennar, Michael Webberley, missti læknaleyfið í maí 2022 fyrir að ávísa kynþroskabælandi lyfjum og krosshormónum til barna í gegnum vefverslun sína, án þess að fá upplýst samþykki foreldra þeirra.

Michael Webberley

Michael Webberley

Einnig hefði hann ekki sótt sjúkrasögu barnanna eða skoðað undirliggjandi greiningar sjúlkingana. Einn unglingana var t.d. greindur með Asberger-heilkennið og glímdi við fjölþættan geðrænan vanda. Unglingurinn framdi svo sjálfsvíg í kjölfarið með því að stökkva fyrir lest.

Reynt að fara á svig við lögin

Eftir að yfirvöld í Bretlandi hættu að ávísa kynþroskabælandi lyfjum og krosshormónum til barna undir lögaldri hefur umsvif GenderGP starfsemi Webberley hjónanna aukist til muna. Ekki er vitað fyrir víst hversu margir hafa leitað á náðir þeirra til þess að fá lyfjum ávísað framhjá banni breskra stjórnvalda. Starfsemin er skráð í Singapúr.
Það er á dagskrá breska þingsins að loka þessum glufum í lögunum á næstu vikum og mánuðum.

Webberley hjónin bætast því í félagssskap Esther Esben Pirelli Benestad (sem við höfum sagt frá hérna á Fréttinni) og annara kynjakuklara sem eru hættulegir börnum og ungmennum.

Engar upplýsingar um íslenska skjólstæðinga liggja fyrir

Engar upplýsingar eru yfir hverju marga íslenska skjólstæðinga hjónin eiga, en samkvæmt yfirlýsingu frá þeim í morgun virðast hjónin ætla að reyna að halda þessu starfi áfram, þrátt fyrir að hafa misst bæði læknaleyfi sín.

Skildu eftir skilaboð