Flugvélar kyrrsettar og ferðum frestað vegna kerfisbilunar hjá Microsoft

frettinErlent, Flugsamgöngur, Innlent, Tækni1 Comment

Tæknilegir örðugleikar eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum og fleiri fyrirtækjum miklum vandræðum um allan heim. 

Búið er að kyrr­setja eða fresta flug­ferðum á flug­völl­um víðs veg­ar um heim­inn vegna tækni­legra örðug­leika sem skekja nú heims­byggðina. Örðug­leik­arn­ir eru sagðir tengj­ast kerf­is­bil­un hjá Microsoft.

Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flug sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engin flug fara í loftið í bili. 

Fjöl­miðlar, heil­brigðisþjón­usta, lest­ar­kerfi, fjar­skipta­fyr­ir­tæki, bank­ar og fleiri finna fyr­ir áhrif­um kerf­is­bil­un­ar­inn­ar. 

Stór hluti þess­ara bil­anna er sagður rek­inn til víru­svarn­ar frá fyr­ir­tæk­inu Crowd­Strike sem sendi út gallaða upp­færslu í tölvu­kerfi Microsoft.

Veistu meira? Fest­ist þú á flug­velli er­lend­is eða ert í vandræðum? Þú get­ur sent er­indi á frett­[email protected]

One Comment on “Flugvélar kyrrsettar og ferðum frestað vegna kerfisbilunar hjá Microsoft”

  1. Test Run … People r just stupid! is coming. Og ef einhver hefur áhuga að vita hvað er að gerast þá verður fólk að leita

Skildu eftir skilaboð