Tæknilegir örðugleikar eru að valda flugfélögum, bönkum og fjölmiðlum og fleiri fyrirtækjum miklum vandræðum um allan heim.
Búið er að kyrrsetja eða fresta flugferðum á flugvöllum víðs vegar um heiminn vegna tæknilegra örðugleika sem skekja nú heimsbyggðina. Örðugleikarnir eru sagðir tengjast kerfisbilun hjá Microsoft.
Búið er að kyrrsetja allar vélar á flugvellinum í Sydney, Edinborg og víða í Bandaríkjunum. Flugfélög í Bandaríkjunum, þeirra á meðal United, Delta og American Airlines, hafa kyrrsett allar sínar vélar um allan heim. Flug sem eru þegar í loftinu halda áfram á áfangastað en engin flug fara í loftið í bili.
Fjölmiðlar, heilbrigðisþjónusta, lestarkerfi, fjarskiptafyrirtæki, bankar og fleiri finna fyrir áhrifum kerfisbilunarinnar.
Stór hluti þessara bilanna er sagður rekinn til vírusvarnar frá fyrirtækinu CrowdStrike sem sendi út gallaða uppfærslu í tölvukerfi Microsoft.
Veistu meira? Festist þú á flugvelli erlendis eða ert í vandræðum? Þú getur sent erindi á frett[email protected]
We're investigating an issue impacting users ability to access various Microsoft 365 apps and services. More info posted in the admin center under MO821132 and on https://t.co/W5Y8dAkjMk
— Microsoft 365 Status (@MSFT365Status) July 18, 2024
One Comment on “Flugvélar kyrrsettar og ferðum frestað vegna kerfisbilunar hjá Microsoft”
Test Run … People r just stupid! is coming. Og ef einhver hefur áhuga að vita hvað er að gerast þá verður fólk að leita