Helgi og Diljá fara með rétt mál, vók-liðið rangt

frettinInnlent, Páll Vilhjálmsson, Pistlar, WokeLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Diljá þingmaður vekur athygli á innflutningi femínista á íslömsku feðraveldi. Helgi Magnús ræðir innflutning góða fólksins á ofbeldishneigðum múslímum. Bæði fara með rétt mál. Gagnrýnendur þeirra hafa í frammi gífuryrði um rasisma, sem eru dæmigerð vók-viðbrögð.

Íslendingar eru umburðalyndir og taka útlendingum vel sem hingað koma til að setjast að og samlagast íslensku samfélagi. Þegar svona er tekið til orða útilokar það ekki að einhverjir landsmenn séu haldnir útlendingafóbíu.

En sé horft til þess hvernig við höfum frá aldamótum tekið á móti fjölda innflytjenda frá Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltsríkjum og Póllandi, verður ekki annað sagt en viðtökurnar hafi verið góðar og nýbúarnir upp til hópa hið þekkilegasta fólk.

Aftur gjalda margir varhug við stórfelldum innflutningi fólks frá menningarheimi múslíma. Reynsla Norðurlanda og Vestur-Evrópu sýnir svart á hvítu að múslímar aðlagast vestrænum viðtökuríkjum seint og illa.

Við eigum með öllum ráðum að takmarka íslömsk áhrif á Íslandi. Það er ekki rasismi heldur raunsæi. Þeir vilja íslensku samfélagi illt er kappkosta innflutning á múslímskri ofbeldismenningu.

Skildu eftir skilaboð