Allt í einu var ekki hægt að komast á netið eða nota tölvur víða um heim. Tölvukerfi allt frá sjúkrahúsum og apótekum til fjármálastofnana og flugfélaga hættu að virka.
Stórir skjáir á flugvöllum og aðrar græjur fengu skyndilega bláan skjá með villuboðum og urðu ónothæfar.
Þetta var hluti af því sem gerðist á föstudagsmorgun. Fyrst í Ástralíu og síðan í fleiri löndum þegar líða tók á daginn. Þetta er nú kallað stærsta kerfishrun sögunnar.
Verslanir urðu að loka, það var ringulreið á flugvöllum um allan heim. Sjúkrahús urðu að hætta við fyrirhugaðar aðgerðir, svo fátt eitt sé nefnt.
Villuna má rekja til öryggisfyrirtækisins CrowdStrike sem segir að þetta hafi verið lítil villa í uppfærslu á Microsoft 365.
Forstjóri fyrirtækisins, George Kurtz, skrifar á X:
CrowdStrike vinnur með viðskiptavinum sem verða fyrir áhrifum af galla sem finnast í einni efnisuppfærslu fyrir Windows notendur.
Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sagði á föstudag að netöryggis- og innviðaöryggisstofnun þess (CISA) vinni með ríkjum að því að meta ástandið. CISA sjálft hefur einnig verið hakkað á þessu ári.
CrowdStrike var fyrirtækið sem fyrst hélt því fram að Rússar hefðu reynt að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum 2016.
CrowdStrike is actively working with customers impacted by a defect found in a single content update for Windows hosts. Mac and Linux hosts are not impacted. This is not a security incident or cyberattack. The issue has been identified, isolated and a fix has been deployed. We…
— George Kurtz (@George_Kurtz) July 19, 2024
CrowdStrike, Úkraína og DNC netþjónninn: Tímalína og staðreyndir
CrowdStrike er bandarískt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði þar sem stærstu eigendur eru BlackRock, Vanguard og Morgan Stanley.
Einn af stofnendum fyrirtækisins er Dmitri Alperovitch sem er einnig stjórnarformaður Silverado Policy Accelerator hugveitunnar. Hann er meðlimur í ráðgjafaráði heimavarna og sérstakur ráðgjafi Pentagon.