Öldungadeildarþingmaður tjáir sig um bráðabirgðaniðurstöður á banatilræðinu

frettinErlent, Rannsókn, Stjórnmál1 Comment

Á sunnudaginn, eftir viðtal við Maria Bartiromo, birti öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson 13 blaðsíðna bráðabirgðaniðurstöður um rannsókn á morðtilraun gegn Donald Trump.

Þingmaðurinn greinir frá skelfilegum aðstæðum í kringum árásina, og hefur hann í kjölfarið gripið til aðgerða þegar í stað með því að ná til helstu alríkisfulltrúa, þar á meðal Merrick Garland dómsmálaráðherra, Alejandro Mayorkas, ráðuneytisstjóra heimavarnarráðuneytisins, og Christopher Wray, forstjóra FBI.

Í bréfi sínu krefst Johnson varðveislu allra gagna sem tengjast öryggi mótmælanna, bakgrunnsupplýsinga um meinta byssumanninn og samskipta milli löggæslustofnana, þar á meðal leyniþjónustunnar, frá 11. júlí til 14. júlí 2024.

Skortur á gagnsæi frá alríkisstofnunum

„Skortur á gagnsæi frá alríkisstofnunum varðandi þessa morðtilraun er óviðunandi,“ samkvæmt samantekt bráðabirgðarannsóknarinnar. „Þingið og almenningur eiga skilið fulla útskýringu og svör við öllum spurningum varðandi bilun í öryggismálum á Butler-fundinum,“ segir Johnson.

Á kynningarfundinum útvegaði Butler ESU löggæslu, en myndir af öryggissvæðinu innihéldu ekki byggingu American Glass Research (AGR) þar sem skotmaðurinn, Thomas Matthew Crooks, var staðsettur. Staðsetning lögreglumanna, og öryggisvarða er einnig óljós. Leyniþjónustan var ekki viðstödd þessa öryggisráðstefnu að sögn einstaklinga með þekkingu á öryggismálum.

Leyniþjónustan tók ekki þátt

Það er óljóst hvers vegna leyniþjónustan tók ekki þátt í framboðsfundinum eins og venjan er og þykir jafnframt undarlegt hvernig Butler ESU upplýsti ekki leyniþjónustuna við gerð og framkvæmd öryggisáætlunar fyrir fundinn.

Í ljósi nýlegra frétta um að Crooks „gæti hafa flogið dróna og náð í loftmyndir af tívolíinu í Pennsylvaníu skömmu áður en Trump átti að halda sína ræðu,“ er mikilvægt að hafa í huga að öryggisskýrsla Butler ESU fjallaði um dróna, samkvæmt upplýsingum, fengið af starfsmönnum öldungadeildarþingmanns Johnson. Ekki er vitað hvort gripið hafi verið til aðgerða varðandi dróna Crooks og nákvæmlega hvenær dróni Crooks fannst.

Lokað á fjarskipti

Lögregla á staðnum segir að lokað hafi verið á fjarskipti og slökkt hafi verið á útvarpssambandi beint við leyniþjónustuna á meðan á fundinum stóð.

Að sögn þessara einstaklinga þurfti að beina fjarskiptum til Butler ESU stjórnarinnar, sem síðan kom upplýsingum áleiðis til annað hvort leyniþjónustunnar eða annarra lögreglumanna á staðnum. Óljóst er hvers vegna fjarskipti voru sett upp með þessum hætti og hvort skortur á beinum samskiptum milli lögreglunnar á staðnum og leyniþjónustunnar hafi hindrað viðbragðstíma eða ákvarðanatöku.

Klukkan 17:10 þann 13. júlí 2024, næstum einni klukkustund áður en Trump var skotinn, fylgdist annar af tveimur leyniskyttum lögreglunnar með árásarmanninum án þess að aðhafast nokkuð.

Lögregla á staðnum segist hafa talið að Crooks væri ekki verið með vopn, en virtist grunsamlegur.

Meira um málið má lesa hér.

One Comment on “Öldungadeildarþingmaður tjáir sig um bráðabirgðaniðurstöður á banatilræðinu”

  1. Lítur út fyrir að háttsettir menn vissu af áformum Crooks og leyft honum að framkvæma tilræðið í von um að hann myndi drepa Donald Trump. Hvað annað skýrir þessa atburðarás? Kannski algjör vanhæfni The Secret Service?

Skildu eftir skilaboð