Eins og flestum er kunnugt þá hefur samfélagsmiðillinn Facebook gengið hvað harðast fram þegar kemur að ritskoðun. Á meðan covid faraldrinum stóð voru settir á laggirnar svokallaðir staðreyndaskoðarar, sem í dag hefur sannast að koma úr röðum vinstri manna.
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar deildi erlendri áskorun fyrir afrekskonur í íþróttum, sem hafa verið gert að keppa við karlmenn. Eins og flestir vita þá hafa karlmenn sterkari líkamsbygginu og stærri vöðva, þetta greinir engum á um og líffræðin lýgur ekki. Facebook eyddi hinsvegar færslunni út, og segir áskorunina brjóta í bága við stefnu miðilsins og flokkað sem misvísandi upplýsingar:
Transkonur eru fæddir líffræðilegir karlmenn og hafa einhverjir sótt mikið að afreksíþróttum kvenna undanfarin ár, má þar nefna Lia Thomas, sem komst ekki á topp 200 listann í sundkeppni karla, en bar sigur úr bítum á kvennamótinu eftir að hann skilgreindi sig sem konu.
Afreksíþróttakonur víðsvegar um heiminn hafa mótmælt þessu, og segja þær transkonur ógna kvennaíþróttum, þarna sé ekki um sanngjarnan grundvöll að ræða því eins og áður segir þá er líkamsbygging líffræðilegra karlmanna með yfirburðum á við konur.
Afrekssundkonan Riley Gaines er ein þeirra sem hefur mótmælt þátttöku Thomas á kvennamótum, en henni var gert að afklæða sig í sama klefa og Thomas ásamt öðrum konum og segir hún það hafa sært blyðgðunarkennd sína og hún hafi fundið fyrir óöryggi. Transsamfélagið réðist með miklum offorsa á Gaines í kjölfarið bæði með líkamlegu og andlegu ofbeldi og bárust henni þar að auki líflátshótanir.
Thomas hefur nú verið meinað að keppa á kvenna sundmótum og gert að keppa við karlmenn á jafnréttisgrundvelli.
Facebook sýnir þarna grófa ritskoðunar og þöggunartilburði þar sem nokkuð er ljóst að miðilinn kýs woke-menningu umfram kvennréttindi. Erfitt er að ná í forsavarsmenn miðilsins til að fá útskýringar á ritskoðuninni, en skjáskotin má sjá hér neðar.
Hér má skrifa undir áskorunina sem að Facebook bannar. Í þessum skrifuðu orðum hafa rúmlega 141.000 manns skrifað undir áskorunina, en markmiðið er sett á 200.000.