Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Í kjölfar umræðu um hnefaleikamanninn sem sló Ítalann út á 46 sek. hafa ýmsar vangaveltur komið upp. Margir telja hann karlmenn og aðrir ekki. OL-nefndin gaf út yfirlýsingu, hvorki um trans-konu að ræða né heldur DSD, svona er viðkomandi bara.
ATHUGIÐ. Þetta er ekki trans kona, heldur 99 prósent líklega karlmaður með sama litningafrávik og hlauparinn Caster Semenya. „DSD - truflanir á kynþroska.“ Hópurinn heitir 46, XY, 5 ARD. Er með XY litninga (þ.e. karlkyns) í hverri frumu og testósterónmagn karla. Hins vegar eru ytri kynfæri þeirra við fæðingu ekki skýr, geta líkst konu og þess vegna eru þeir skráðir og alast upp sem stelpur. Hins vegar eru þeir með virk eistu í kviðarholinu og fara því í gegnum kynþroska karla sem er ávinningurinn.
Þessi litningaskekkja sést oftast á meginlandi Afríku." segir Astrid Randi Thinnesen.
Danskur læknir, Jens Fedder, segist ekki geta sagt hvort Imane sé karl eða kona, til þess þurfi hann hormónapróf og líkamsskoðun til að ganga úr skugga um hvort hann finni leg og annað sem einkenni kvenfólk. Kyneinkenni hjá þessu fólki geta legið í dvala fram að kynþroskanum og þá kemur í ljóst hvort kynið er hafi maður ekki gert nákvæma greiningu á litningum.
Lasse Rimmer segir um DSD:
„Eitt dæmi er suður-afríski hlauparinn, Caster Semanya, sem er með ytri kynfæri kvenna, en ekkert leg, enga eggjaleiðara, hann er með innri eistu og testósterónmagn í takt við karla. Fólk með DSD upplifir venjulega hormónaþróun á kynþroskaaldri sem passar við erfðafræðilega tilhneigingu þeirra. Oft, til dæmis, mun fólk með 5-ARD eða PAIS líta frekar kvenlegt út sem börn fyrir kynþroska, en síðar þróa með sér mun karlmannlegri eiginleika þegar testósterónframleiðsla fer af alvöru í gang.“
Hér má sjá viðtal við hinn fræga hnefaleikara Imane Khelif í algerísku sjónvarpi árið 2017, sem sagt fyrir 7 árum. Spurning hvort okkar landsfrægu rannsóknarblaðamenn fari á stúfana.
Hér er sama viðtal frá öðru sjónarhorni.
Mynd af vegabréfinu.