Tölur um fjölda látinna feimnismál

frettinCovid bóluefni, Rannsókn, Þorgeir EyjólfssonLeave a Comment

Þorgeir Eyjólfsson skrifar:

Evrópska hagfræðistofnunin hefur uppfært gagnagrunn umframdauðsfalla einstakra landa Evrópu með júní tölum. Hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi í júní er ekki að finna í töflunni.

Samkvæmt Eurostat var hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi 17,7% í maí s.l. þegar það var 1,7% fyrir ESB. Á vef Embættis landlæknis hefur verið að finna tölur um hlutfall umframdauðsfalla en af ókunnum ástæðum hefur taflan ekki verið uppfærð frá 10.6. s.l. en til þess tíma var hún uppfærð mánaðarlega og síðast með apríl hlutfallinu.

Tímabil grafarþagnar um fjölda látinna Íslendinga er hafið. Landsmenn komast næst því að geta sér til um fjölda dauðsfalla með talningu dánartilkynninga í blaði allra landsmanna.

Súlurritið sýnir hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi (rauðar súlur) og ESB (bláar súlur) síðustu 11 mánuði samkvæmt vef Evrópsku hagstofunnar. Tafir á upplýsingum um fjölda látinna Íslendinga endurspeglar vandræðaganginn við framleiðslu dánartalna þar sem Íslendingum sem mæta ótímabærum dauðdaga fyrir tilverknað mRNA bóluefnanna fækkar ekki þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr áhuga eldri borgara á bólusetningum.

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Skildu eftir skilaboð