Kamala Harris lofar að byggja landamæravegg fyrir hundruð milljóna

frettinErlent, KosningarLeave a Comment

Ef Kamala Harris verður kjörin forseti lofar hún að eyða hundruðum milljóna dollara í landamæravegg meðfram suðurlandamærunum - verkefni sem hún var einu sinni á móti og kallaði „óamerískt“ og rasískt í ríkisstjórn Trumps.

Þetta er nýjasta dæmið um 180 gráðu viðsnúning Harris, og er hún nú farin að elta Trump í mörgum málefnum. Til að mynda segist hún nú styðja Medicare for All verkefnið og hefur einnig tekið upp tillögur Trump í efnahagsmálum.

Harris aðhyllist nú íhaldsamari innflytjendastefnu og hefur hún með orðum reitt pro-Palestínu mótmælendur til reiði og hafa þeir haldið mótmæli víða um bandaríkin sökum þess.

Þrátt fyrir breytta afstöðu Harris, gagnrýnir hún Trump um innflytjendamálum, segist andvíg nálgun hans við fjölskylduaðskilnað og áætlanir hans um fjölda brottvísanir.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð