Ágæti Umboðsmaður Alþingis

frettinCovid bóluefni, Innlent, Þorgeir EyjólfssonLeave a Comment

Þorgeir Eyjólfsson skrifar:

Til að læra af mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig er mikilvægt að Umboðsmaður Alþingis taki að eigin frumkvæði til athugunar og kanni til hlítar hvers vegna keypt voru bóluefni fyrir milljarða sem hafa þann eiginleika að þau hvorki vernda gegn sýkingu eða koma í veg fyrir smit. Bóluefni sem endurteknar rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir því sem efninu er sprautað oftar þeim mun líklegri er bóluefnaþeginn til að taka sóttina sem bóluefnið átti að vernda fyrir.

Hvernig gat það gerst að keypt voru bóluefni sem leitt hafa til ótímabærs dauðdaga fjölda Íslendinga en samkvæmt dánarmeinaskrá landlæknis fyrir árið 2022 fjölgaði dauðsföllum af völdum illkynja æxla um 9% á árinu. Illkynja æxli í blöðruhálskirtli dró 21% fleiri til dauða en á fyrra ári, eitilæxli 17%, mergæxli 40%, æxli í brisi 23% og dauðsföllum af völdum hvítblæðis fjölgaði um 33% frá fyrra ári. Dauðsföllum af völdum nýrnabólgu og nýrnaheilkennis fjölgaði um 29% á árinu. Dauðsföllin gefa langt í frá tæmandi mynd af umfangsmiklum skaða bóluefnanna því fjöldi landsmanna eiga við heilsubrest að etja af völdum efnanna sem m.a. birtist í mikilli fjölgun veikindadaga og leitt hefur til endurskoðunar bótafjárhæða sjúkrasjóða stéttarfélaga sem annars myndu tæmast.

Dánarmeinaskráin gefur ekki glöggar upplýsingar um orsakir dánarmeina á árinu 2022 þar sem 213 dauðsföll, eða 8% af heildinni, voru skráð sem væru þau af völdum Covið-19. Til samanburðar voru dauðsföll samkvæmt dánarmeinaskrá af völdum Covid á árinu 2021 einungis 6. Það var einmitt af þessari ástæðu sem Þórólfi Guðnasyni fyrrverandi sóttvarnalækni var gert að taka pokann sinn í maí 2022 að hann neitaði að skrá dauðsföllin af völdum mRNA bóluefnanna sem væru þau af völdum Covid-19.

Til hvers var unnið með 719.000 bólusetningum landsmanna við Covid á árinu 2021 ef andlátum af völdum Covid-19 fjölgað úr 6 á árinu 2021, í 213 á árinu 2022? Að ekki eitt einasta dauðsfall á árinu 2022 samkvæmt dánarmeinaskrá skuli skráð af völdum bóluefnanna kallar á skýringar og ætti að vera Umboðsmanni Alþingis sérstakt rannsóknarefni.

Birt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Skildu eftir skilaboð