PASG 2024 ráðstefna í Ósló:
Meðhöndlun foreldraútilokunarmála á Norðurlöndum
Alþjóðleg ráðstefna PASG samtakanna (Parental Alienation Study Group) fer fram í Ósló dagana 4-6. september 2024. Á ráðstefnunni ræða alþjóðlegir sérfræðingar foreldraútilokun með áherslu á meðhöndlun þessara mála á Norðurlöndum.
Ráðstefnan verður sett í ráðhúsi Óslóar kl. 19:00 í dag þar sem borgarstjórn Óslóborgar býður gesti velkomna. Ráðstefnan heldur áfram 5-6. september, í Deichman bókasafninu og verður einnig streymt.
Nýlegar lagabreytingar í Danmörku og barnaverndaraðgerðir þar í landi verða í brennidepli, en Danmörk er í fararbroddi Norðurlandanna að takast á við foreldraútilokun með lagasetningu.
Helstu norrænu fyrirlesarar:
-
Davíð Þór Björgvinsson (Ísland): Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, ræðir hvernig dómar MDE í foreldraútilokunarmálum hafi fordæmi fyrir dómstóla í Evrópu
-
Jesper Lohse (Danmörk): Formaður Foreningen Far, lýsir lagaumbótum í Danmörku og sértækum afleiðingum í málum fyrir fjölskyldurétti þar sem foreldraútilokun á sér stað.
-
Camilla Bernt (Noregur): Lagaprófessor fer yfir lagalegar áskoranir í foreldraútilokunarmálum.
-
Pehr Granqvist (Svíþjóð): Sálfræðiprófessor við háskólann í Stokkhólmi, fjallar um hlutverk tengslafræðinnar í forsjármálum og hvernig rangtúlkun á henni hefur áhrif á dóma í foreldraútilokunarmálum.
Alþjóðlegir sérfræðingar frá 20 löndum, þar á meðal William Bernet og Ashish Joshi (BNA), Edward Kruk (Kanada), Ben Hine, (Bretlandi), Brian O'Sullivan (Írlandi) og Marie-France Hirigoyen (Frakklandi), deila innsýn sinni á lagalegum, sálfræðilegum og félagslegum aðferðum til að takast á við foreldraútilokun.
Sjá dagskrá ráðstefnunnar í heild sinni hér.
Mikilvægi norrænna fjölmiðla: Með þann trausta rannsóknar- og fræðigrunn sem liggur að baki foreldraútilokunarfræðunum, aukinni vitundarvakningu og umbótum er ráðstefnan tilvalið tækifæri fyrir alla þá sem láta sig velferð barna varða og vilja auka umræðu á faglegum grunni. Ráðstefnan er einnig einstakt tækifæri fyrir fagaðila sem vilja uppfæra þekkingu sína og kynnast nýjustu rannsóknum og aðferðum til að takast á við foreldraútilokun.