Sú staðreynd að „covid bóluefnið“ hefur ekki enn verið bannað er líklega eitt stærsta læknisfræðilega hneykslismál heimsins!
Ritstjórn Derimot.no skrifar:
Eftir að allur heimurinn upplifði stórfellda „bólusetningarherferð“ höfum við séð að margs konar aukaverkanir hafa blómstrað, svo sem hjartavandamál, sjónvandamál, blóðtappar, ófrjósemi, fósturlát, krabbamein og ekki síst, skyndileg dauðsföll.
Hér að neðan höfum við tekið saman lítið úrval af greinum frá ýmsum miðlum sem fjalla um ákveðna tegund aukaverkana – krabbamein. Ungt og heilbrigt fólk hefur meðal annars fengið krabbamein eftir að hafa verið „bólusett“ og hefur þróun sjúkdómsins verið svo hröð á ferlinum að kalla má túrbókrabbamein.
Aldrei hefði átt að nota „Covid bóluefnin“ og þau hefðu átt að vera bönnuð í síðasta lagi árið 2022, þegar myndin varð ljós af því hversu hættulegt það væri. Því miður er „bóluefnið“ notað núna á seinni hluta ársins 2024 og það er hneyksli, einfaldlega. Yfirvöld ættu að banna „bóluefnið“ sem fyrst, svo þeir sem gætu viljað taka það í haust geti sloppið við að spila rússneska rúllettu með heilsuna.
Listi yfir nokkrar greinar um „covid bóluefnið“ og krabbamein:
„Nýjar rannsóknir sýna að duldar krabbameinsfrumur vakna og vaxa hratt, jafnvel hjá ungu fólki, vegna langvarandi og alvarlegrar bólgu í líkamanum. Covid bóluefni plata frumur til að framleiða milljónir víruslíkra próteina príóna, sem fara inn í líffæri og jafnvel heilann, sem veldur langvarandi bólgu sem veldur sjúkdómum og kvillum, svo sem krabbamein. Hver vissi það?
Þú þarft ekki að vera vísindamaður, læknir eða ónæmisfræðingur til að sjá hvað er að gerast hér. Þú sérð tengslin, þegar sífellt fleiri ungt fólk sem var sprautað með mRNA „tækni“ fá nú krabbamein sem venjulega herjaði aðeins á aldraða".
2. Tölur svissneskra sjúkratryggingafélaga sýna 73% aukningu á krabbameinsmeðferðum frá 2020:
„Tölur frá stóra svissneska sjúkratryggingafyrirtækinu Helsana fyrir árið 2021 sýndu óhugnalega 73 prósenta aukningu á fjölda sjúklinga sem fengu krabbameinsmeðferð miðað við árið 2020. Þessi þróun hélt áfram árið 2022. Það kom ekki á óvart að þetta byrjaði eftir fjöldabólusetningu gegn Covid, sem hófst árið 2020. „Við erum með tvöföldun á krabbameinstilfellum,“ sagði heilbrigðishagfræðingurinn Konstantin Beck, við háskólann í Lucerne, eftir að hafa greint gögn frá Federal Institute for Statistics (BfS) og lyfjaskýrslu Helsana frá 2022.
„MODERNA viðurkennir að mRNA bóluefnið þeirra sé krabbameinsvaldandi“.
4. Inniheldur krabbameinsvaldandi efni:
„Heilbrigðisyfirvöld í Kanada staðfesta að Pfizer covid sprautur innihalda krabbameinsvaldandi efni.
Health Canada (heilbrigðisráðuneyti Kanada) staðfestir að Pfizer covid sprautur innihalda SV40 DNA röð sem getur valdið krabbameini“.
5. Mikil aukning á krabbameinum meðal barna og ungmenna í Bretlandi:
„Turbo“ meinvörp og krabbamein á lokastigi á áður óþekktum hraða.
Unglingar og ungt fólk á milli 20, 30 og 40 í Bretlandi eru að deyja úr meinvörpum sem dreifa sér hratt og banvænum krabbameinum með áður óþekktum hraða síðan fjöldabólusetning gegn COVID-19 hófst, samkvæmt nýrri greiningu Edward Dowd.
6. Annar krabbameinslæknir: Bóluefnin valda krabbameini!:
„Prófessor: - Bóluefnin geta valdið krabbameini, það verður að banna þau.
Á meðan yfirvöld okkar hvetja aftur til Covid bólusetningar vara aðrir við krabbameini: - Það er ekki lengur bundið við sortuæxli. Ég sé líka fleiri eitlaæxli, hvítblæði og nýrnakrabbamein eftir örvunarsprautur, skrifar Dalgleish krabbameinslæknir.“
7. Sænskur krabbameinslæknir lýsir aukningu á krabbameini eftir bólusetningu:
„Ute Krüger er þýskur meinafræðingur, menntaður við Humboldt háskólann í Berlín og hefur starfað lengi á krabbameinsdeildum sjúkrahúsanna í Kalmar og Lundi. Hún lýsir aukinni tíðni ört vaxandi krabbameina hjá sjúklingum allt niður í 30 ára, sem hún rekur til Covid bólusetninganna. Það eru allt að 15 cm löng æxli sem drepa sjúklinga á nokkrum mánuðum“.
8. Eftir bólusetningu: aukin krabbamein og hraðari útbreiðsla krabbameins hjá sjúklingum:
„Krabbameinssérfræðingur: Krabbamein hjá sjúklingum springa út eftir COVID skot“.
„Nú varar krabbameinsskráin einnig við sprengilegri aukningu á nokkrum tegundum krabbameina.
Nýjar tölur frá Krabbameinsskrá sýna verulega aukningu á brjóstakrabbameini árið 2022. 4.224 konur greindust sem er það hæsta sem krabbameinsskrá hefur skráð. Mest hefur fjölgunin verið meðal þeirra yngstu og elstu. Þeir sem ekki eru kallaðir í brjóstamyndatöku. - Þessi þróun kemur á óvart, sérstaklega fjölgun þeirra elstu yfir 80 ára, og þeirra sem eru undir 50, segir forstjóri Krabbameinsskrár Giske Ursin“.
„Dr. Angus Dalgleish, þekktur krabbameinslæknir sem starfar í Bretlandi, skrifaði nýlega opið bréf til aðalritstjóra læknatímaritsins The BMJ, (British Medical Journal), þar sem hann hvatti tímaritið til þess að rannsaka skaðleg áhrif Covid-sprautunnar „sem verði að gerða opinbert og bregðast við strax“ vegna þess að krabbamein og aðrir sjúkdómar þróast hratt meðal þeirra sem hafa fengið örvunarskammt. Dr Dalgleish er prófessor í krabbameinsfræði við St George's, University of London.
11. Hvers vegna getur breytt RNA í COVID sprautunum stuðlað að krabbameinsþróun?
„MRNA sem notað er í COVID-19 bóluefni, hefur verið breyst úr náttúrulegu formi til að koma í veg fyrir niðurbrot ónæmiskerfisins við inndælingu. Í rannsókn sem birt var 5. apríl, halda vísindamenn því fram að breyting á N1-metýl-pseudouridíni í mRNA valdi ónæmisbælingu sem getur stuðlað að þróun krabbameins.
12. Pseudouridín í mRNA bóluefninu örvar myndun krabbameins og meinvarpa:
„Nú sýnir ný rannsókn að tilbúna basann pseudouridine (N1-methyl-pseudouridine) sem notaður var í covid-19 bóluefni Pfizer og Moderna, örvar skiptingu krabbameinsfrumna sem og þróun meinvarpa.
13. Krabbameinsveiran SV40 er staðfest í mRNA bóluefninu:
SV40 og túrbókrabbamein.
„Við höfum áður vísað til rannsókna sem hafa uppgötvað raðir úr krabbameinsvaldandi apaveiru í mRNA bóluefninu. Sögulega hefur vírusinn meðal annars verið tengdur við mengun mænusóttarbóluefna.
Veirufræðingurinn David Speicher er aðalhöfundur rannsóknarinnar sem nýlega afhjúpaði óhugnalegar niðurstöður á covid-19 bóluefninu. Hann lýsir áhyggjum sínum sérstaklega tengdum árásargjörnum krabbameinsfrumum - oft nefnt „túrbókrabbamein“:
Sameindaveirufræðingurinn David Speicher, aðalhöfundur rannsóknarinnar sem fann SV40 aukaefni í COVID-19 bóluefni, sagði við Epoch Times í nýlegu viðtali að miklu meiri rannsókna sé þörf til að rannsaka DNA mengun í COVID-19 bóluefninu. Spurningum sem ekki hefur verið svarað fela í sér hvort SV40 röðin í bóluefninu sé að kalla fram „túrbókrabbamein“, sem þýðir sérstaklega árásargjarn og ört vaxandi fjölbreytni, sagði hann.
14. Króatískur meinafræðingur fann 52% aukningu á krabbameini í mRNA bólusettum:
„Í nýlega birtu viðtali við króatíska vísindamanninn og meinafræðinginn Ivana Pavić er skýrt frá tölfræðilegum niðurstöðum sem sýnir 52% aukningu á krabbameini í aldurshópnum 15-59 ára. 65% tilfella fundust hjá covid-bólusettu fólki. Krabbameinið einkennist af hraðri framvindu - þar sem það uppgötvast seint á sjúkdómsferlinu, stundum á 3. og 4. stigi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem meinafræðingar vara við líklegt samband á milli mRNA bólusetninganna og krabbameins.“
15. Túrbókrabbamein hjá ungu fólki á aldrinum 18 til 24 ára eftir bólusetningu:
„Nemendur sem hafa fengið lögboðnar covid-19 „bólusetningar“ í framhaldsskólum og háskólum eru nú að þróa með sér krabbamein á 4. stigi“.
„WHO kenndi áætlaða aukningu krabbameinstilfella á samsetningu aldurs og umhverfisþátta og segir:
„Ört vaxandi krabbameinstilfelli á heimsvísu endurspeglar bæði aldur íbúa og veldisvöxt, sem og breytingar á útsetningu fólks fyrir áhættuþáttum, sem nokkrir þeirra tengjast félagshagfræðilegri þróun. Tóbak, áfengi og offita eru lykilþættir á bak við aukna tíðni krabbameins, þar sem loftmengun er enn lykilþáttur umhverfisáhrifa.“
En það minntist ekki á tilkomu ört vaxandi krabbameina í brjóstum, ristli, vélinda, nýrum, lifur, brisi, gallrásum, heila, lungum og blóði - þar á meðal afar sjaldgæfar tegundir krabbameins. Eins og kanadíski krabbameinslæknirinn og krabbameinsrannsóknarmaðurinn Dr. William Makis tók fram í Highwire viðtalinu hér neðar, eru þessi krabbamein að koma fram hjá ungu fólki, mörgum undir 30 ára aldri, án ættarsögu um krabbamein“.
Og að lokum grein með lygasafni sem reynt var notað til að „gaslýsa“:
17. Nú er allt heimsfaraldursgabbið að hrynja hægt og rólega: 17 lygar sem við ættum að trúa.
Það er nú ljóst að margt af því sem heilbrigðisyfirvöld okkar og páfagaukar þeirra í almennum fjölmiðlum hafa verið að segja okkur á þessum þremur árum, var augljóslega rangt og ósatt.
„Þegar við skoðum það núna eftir á að hyggja, þá var þetta í raun meira straumur sérstakrar trúar og óskhyggju heldur en lýðheilsustefnu byggð á hörðum vísindalegum staðreyndum.
(Gaslýsing er lauslega skilgreint sem að láta einhvern efast um eigin veruleika. Svokallað raunveruleikabrölt, raunveruleikabrenglun þar sem gert er lítð úr efasemdaröddum. - Wikipedia.)
Þetta var einungis lítill listi sem var settur saman og því miður er ekkert sem bendir til að listinn verði jafn stuttur ef við gerum nýjan lista eftir hálft ár. Eða ef við myndum setja saman lista yfir aðrar tegundir aukaverkana. Sú staðreynd er að „covid bóluefnið“ hefur ekki enn verið bannað, sem er líklega eitt stærsta læknisfræðilega hneykslismál heimsins!
Steigan.no greinir frá.