Geir Ágústsson skrifar:
Formaður Geðhjálpar bendir í nýlegu viðtali á að stjórnvöld hafi varið 300 milljónum til málaflokks geðheilsu þegar liðið var á faraldurinn, en að það hafi verið of lítið. Setur hann aðgerðir þessar í samhengi við að ráðgjöfum voru greiddir 3 milljarðar króna vegna söluferlis Íslandsbanka.
En hvað á að verja miklu í að verja geðheilsu þegar yfirvöld eru að taka af fólki félagslífið, setja krakka í stofufangelsi og hræða alla eins mikið og hægt er, stanslaust og oft á dag?
Er einhver upphæð nógu stór til að lækna fólk af því að samfélagið snýst um að forðast dauðann frekar en lifa lífinu?
Auðvitað ekki.
Geðhjálp eru fín samtök en voru með veik hné eins og flest samtök þegar yfirvöld voru að leggja samfélagið í rúst og gjaldmiðilinn í leiðinni, eins og síðar koma í ljós (en blasti við frá upphafi).
Margir hafa kallað á að veirutímar verði gerðir upp með rannsóknarnefndum og -skýrslum, þar sem saga ákvarðana er rakin og kortlögð. Slík rannsókn mun auðvitað ekki fara fram - stjórnmálamenn, sem margir eru þeir sömu í dag og á veirutímum, þola ekki slíka viðrun á óhreinum undirfötum.
En það er fínt að einhver viðtöl séu tekin og að molarnir séu lagðir á borðið. Kannski er einhver sagnfræðingurinn að vinna við kertaljós fram á kvöld að setja saman einhverja sviðsmynd. Ef svo er mun ég kaup bók hans.
Yfirvöld munu áfram vona að allt gleymist með tíð og tíma, líka þeir sem drápust vegna aðgerða eða sprautu, eða vegna blöndu af þessum tveimur eitrunum.