Fyrstu kappræður Harris og Trump fara fram í Fíladelfíu í National Constitution Center, í kvöld kl. 21 að staðartíma og kl. 1 eftir miðnætti að íslenskum tíma.
„World News Tonight“ og ritstjórinn David Muir og Linsey Davis á ABC fréttastöðinni munu stjórna kappræðunum.
Beðið hefur verið í mikilli eftirvæntingu eftir kappræðunum og segja sérfræðingar að áhorfið verði sögulegt.
Reglurnar sem samið var um eru meðal annars:
- Umræðan verður 90 mínútur með tveimur auglýsingahléum.
- Fundarstjórarnir tveir munu vera þeir einu sem spyrja spurninga.
- Kastað var upp á skylding til að ákveðja hver myndi byrja
- Frambjóðendur verða kynntir af fundarstjórum
- Frambjóðendurnir koma inn við kynningu frá gagnstæðum hliðum sviðisins; sitjandi aðili verði kynntur fyrst
- Engar upphafsyfirlýsingar; hver frambjóðandi fær tvær mínútur til að tala þar til skiptist á hinn
- Frambjóðendur munu standa á bak við ræðustóla meðan á umræðunni stendur
- Leikmunir eða fyrirfram skrifaðar nótur eru ekki leyfðar á sviðinu.
- Engum umræðuefnum eða spurningum verður deilt fyrirfram
- Frambjóðendur fá penna, pappírsblokk og vatnsflösku
- Frambjóðendur munu hafa tveggja mínútna svör við spurningum, tveggja mínútna andsvara og eina auka mínútu fyrir eftirfylgni, skýringar eða svör
Hljóðnemar frambjóðenda verða aðeins í gangi þegar frambjóðendur tala - Frambjóðendum er óheimilt að spyrja hver annars spurninga
- Starfsfólk kosningaherferðarinnar má ekki hafa samskipti við frambjóðendur í auglýsingahléum
- Fundarstjórar munu leitast við að framfylgja tímaramma og tryggja siðmenntaða umræðu
- Engir áhorfendur verða í salnum.
Hægt verður að sjá í beinni hér eða hér og hér má sjá umræður: