Konur í tæknilegu og forystu: Vikulangt námskeið í Króatíu fyrir framtíðar kvenleiðtoga í Evrópu

frettinErlent, Fréttatilkynning, InnlentLeave a Comment

Fréttatilkynning:

Ný tækninýting og færnisöflun sem miðar að nýtingu tækifæra í nærsamfélögum er kjarninn í þessu námskeiði Evrópsku Leiðtogaakademíu Huawei.

Dagana 17. til 22. nóvember verður haldinn í Króatíu Evrópskur leiðtogaskóli fyrir konur í nýsköpun af landsbyggðinni. Kvenfrumkvöðlar, nýsköpunarfólk og framtíðarleiðtogar frá dreifbýlissvæðum í Evrópu munu koma saman í vikulangt námskeið til að öðlast þá færni sem þarf til að virkja nýsköpun í sinni heimabyggð. Einnig verður lögð vinna í að byggja upp traustan grunn og þekkingu fyrir framtíðarumhverfi sem í sí auknu mæli verður skilgreint af stafrænum og grænum umskiptum.

Í fyrsta sinn geta þegnar frá Íslandi, Sviss og Tyrklandi sótt um sitja námskeiðið. Óháð dómnefnd mun velja konur sem vilja hafa áhrif á samfélag sitt, t.d. sérfræðinga í landbúnaði, verkfræði, vistvænni ferðaþjónustu o.s.frv. konur sem vilja vinna sem frumkvöðlar, viðskiptakonur, bændur eða stafrænir hirðingjar. Ungar hæfileikakonur sem hafa yfirgefið heimabyggð sína til að stunda nám í borgum og vilja gefa til samfélagsins eru einnig hvattar til að sækja um. Tuttugu umsækjendur verða valdir og fá hver um sig fullan styrk sem mun standa straum af öllum kostnaði sem fylgir þátttöku þeirra. Þetta tryggir jafnt tækifæri fyrir alla.

Evrópski leiðtogaskólinn fyrir konur í nýsköpun af landsbyggðinni er hluti af hinni virtu Evrópsku Leiðtogaakademíu Huawei, sem haldið hefur ýmis nýsköpunar- og leiðtoganámskeið fyrir konur síðan 2021. Þótt konur séu helmingur jarðarbúa, standa þær enn frammi fyrir kerfislægum áskorunum sem koma í veg fyrir að þær geti nýtt sér hæfileika sína til fulls. Markmið Akademíunnar er að stuðla að endalokum misskiptingu milli kynjanna sem er oft meiri í dreifbýli og fámennum byggðum. Þar fá konur jafnan færri tækifæri til að njóta leiðbeininga frá reyndum leiðtogum á meðan á sama tíma lausnir sem þær koma fram með til umbóta og umbreytinga geta haft stór og jákvæð áhrif á líf margra.

Akademían leggur sérstaka áherslu á frumkvöðlastarf og notkun nýrrar tækni í dreifbýli. Fjallað er um allt frá stafrænni tæknivæðingu lítilla og milli stórra fyrirtækja, aðgang að fjármagni og sjálfbærni fyrirtækja, til að kanna áhrif tengsla og möguleika nýsköpunar á framtíðina fyrir nærliggjandi svæði. Þátttakendur munu taka þátt í framsæknum vinnufundum, umræðum og rökræðum þar sem blandað er saman lifandi umræðum og hnitmiðaðri leiðsögn.

Þátttakendur munu njóta leiðsagnar reyndra sérfræðinga. Á fyrri námskeiðum voru ræðumenn á borð við  José Luis RODRÍGUEZ ZAPATERO fyrrv. forsætisráðherra Spánar; Mary COUGHLAN fyrrv. aðstoðarforsætisráðherra Írlands; Iratxe GARCÍA PEREZ þingmaður á Evrópuþinginu; Begoña PÉREZ-VILLAREAL framkvæmdastjóri EIT Food CLC South o.fl.

Berta HERRERO, framkvæmdastjóri Evrópsku Leiðtogaakademíu og yfirmaður fjölbreytni, jafnréttis og inngildingar hjá Huawei Evrópu sagði í sambandi við námskeiðið: „Landbyggðir Evrópu eru fjársjóður sem ber að vernda og fagna. Í hverju þorpi er frumkvöðull, nýsköpunarkraftur og leiðtogi sem á enn eftir að nýta alla sína möguleika. Í Evrópsku Leiðtogaakademíunni styðjum við við breytingarsinna í dreifbýli til að byggja upp þau samfélög sem okkur dreymir um.“

Umsækjendur sem vilja taka þátt í Evrópska leiðtogaskólanum fyrir konur í nýsköpun af landsbyggðinni þurfa að skila inn umsókn sinni á https://www.europeanleadershipacademy.eu fyrir 30. september og veita upplýsingar um áhuga á viðfangsefninu og reynslu.

Evrópska Leiðtogaakademían er eitt af fjölmörgum verkefnum Huawei sem leggur sérstaka áherslu á nýsköpun og þróun tæknikunnáttu og hæfni meðal ungs fólks. Fyrr í ári stóð fyrirtækið fyrir viðburði í Róm þar sem háskólanemar frá Evrópu komu saman á bæði ráðstefnu og nýsköpunarkeppni. Meðal 150 þátttakenda voru fjórir íslenskir fulltrúar. Huawei hefur jafnframt verið bakhjarl viðskiptahraðals Startup Supernova frá árinu 2021. Hraðalinn er í fullu gangi núna og lýkur með fjárfestingardegi  20. september í Grósku, þar sem frumkvöðlar munu kynna sprotafyrirtæki sín fyrir fjárfestum.

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband við Beatriz García, samskiptastjóri Huawei á Íslandi.

Skildu eftir skilaboð