Prófessor Heimsfaraldursmiðstöðvar viðurkennir að aðgerðir voru ólögmætar

frettinCOVID-19, ErlentLeave a Comment

Preben Aavitsland er fagstjóri hjá Institute of Public Health og prófessor Heimsfaraldursmiðstöðvar við Háskólann í Bergen. Hann var einn af aðalpersónum heimsfaraldursins svokallaða. Hann skrifar nú mjög gagnrýnið um þetta tímabil í annál í Fædrelandsvennen. Annállinn fjallar um hætturnar sem skapast þegar herinn, lögreglan, stjórnmálamenn og fjölmiðlar, ákveða hvað sé sannleikur fyrir alla og gerir hann athugasemd við tillögu um að stofna „norska miðstöð fyrir heimildagagnrýni“ sem mun kosta 100 milljónir norskar krónur á ári fyrir skattgreiðendur.  Þetta yrði svokallað „sannleiksráðuneyti.“

Lögreglustjóri, hershöfðingi og ritstjóri gengu inn á bar….

Aavitsland greinir frá hlutverki fjölmiðla á kórónutímanum og skrifar:

Það þurfti lagaprófessor í Bergen til að leiða í ljós að óréttlætanleg lokun/skerðing á frelsi fólks þann 12. mars 2020, var samþykkt með ólögmætum hætti.

Kórónufaraldurinn er dæmi um hætturnar. Í Noregi kaus sameinuð pressa í rauninni að taka þátt í átakinu gegn vírusnum í hlutverki eins konar samskiptastofu fyrir stjórnvöld. Frelsistakmarkanir sem gerðar voru refsiverðar voru samþykktar einróma á meðan helsta spurning meginsstraumsfjölmiðlanna var: hvers vegna ekki fleiri og strangari aðgerðir?

Það þurfti lagaprófessor í Bergen til að leiða í ljós að óréttlætanleg lokun þann 12. mars 2020 var samþykkt á ólögfestan hátt sem gerði þinginu erfitt fyrir að stjórna. Misbrestur fjölmiðla hjálpaði til við að takmarka umræðuna um meðhöndlunina og gaf lítið svigrúm fyrir andófsraddir sem vildu meira frelsi, færri takmarkanir og ef til vill minna af PCR prófum og bólusetningu. Hvernig höndluðu fjölmiðlar og yfirvöld sem samstarfsaðilar í „samskiptastofnuninni“ heimsfaraldurinn?

Utan heimsins var tjáningarfrelsi og fundafrelsi takmarkað meðan á heimsfaraldrinum stóð. Yfirvöld réðust á, handtóku og lögsóttu gagnrýnendur heimsfaraldursins og settu ný lög gegn málflutningi sem þau fullyrtu að gæti skaðað lýðheilsu. Í Bandaríkjunum þrýstu yfirvöld á Facebook að ritskoða sumar skoðanir, þar á meðal um uppruna vírusins. Allt í þjónustu hins góða að sjálfsögðu; eins konar krossferð fyrir lýðheilsu.

Víðtækar heimildir til frelsisskerðingar

Þetta er satt, Aavitsland, og sum okkar skrifuðu þetta þegar á meðan brjálæðið var í gangi.

Morten Walløe Tvedt, þáverandi dósent í lögum við háskólann í Molde, sagði við VG:

„Lögin veita mjög víðtækar heimildir til að gera hvað sem er – það er að segja ef stjórnvöld ákveða til dæmis að halda öllu smituðu fólki án læknishjálpar og læsa þau inni, þá hafa þau heimild til þess. Ég er ekki að segja að stjórnvöld geri það, en í grundvallaratriðum þá geta þau það.“

Tvedd kallar tillöguna „lýðræðislegt brjálæði“.

Lagaprófessor Terje Einarsen við Háskólann í Björgvin er sérfræðingur í mannréttindum og yfirmaður norsku deildarinnar International Commission of Jurists, ICJ-Noregi. Hann varar eindregið við frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hann segir við Dagbladet:

Það hefur hvergi komið fram að unnið hafi verið að slíkum lögum. Mér finnst mjög undarlegt að svona víðtæk lög hafi komist á miklum þraða í gegnum þingið án opinberrar umræðu. Það virðist mjög ólýðræðislegt, segir Einarsen við Dagbladet.

Ég lít á það sem kjarna lýðræðis að það sé ekki bara meirihluti sem þurfi að ná vilja sínum í gegn á Stórþinginu heldur þurfi að vera opinber umræða og hreinskilni um mikilvægar ákvarðanir, útskýrir Einarsen.

Hans Petter Graver, sem er prófessor við Einkaréttarstofnun Oslóarháskóla, kallar neyðarlögin brjálæði. Þetta sagði hann í viðtali á Dagsnytt 18 eftir að frumvarpið varð kunnugt.

Hvar varstu þá, Aavitsland?

Það er gott að þú viðurkennir núna að ríkisstjórnin hafi framið stjórnarskrárbrot, Preben Aavitsland. Betra seint en aldrei. En þú varst í valdastöðu þegar þetta gerðist. Ef þú hefðir stutt okkur gagnrýnendur þá hefði þetta allt saman getað farið á annan veg. Misnotkun blaðamanna fyrir stjórnvöld og lyfjaiðnaðinn var háð algjörri myrkvun fjölmiðla. Ef þú hefðir sagt það sem þú ert að segja núna, hefðir þú getað gegnt sögulega mikilvægu hlutverki.

En þér mistókst, eins og fjölmiðlar sem þú gagnrýnir. Á sama tíma missti fólk vinnuna, eða var svipt öllu fyrir að segja það sem þú ert að segja núna. Væri ekki í gott að hafa smá sjálfsgagnrýni í garð allra þeirra sem þú brást, Aavitsland?

Þegar þú segir núna að ríkisstjórnin hafi brotið stjórnarskrána árið 2020, ætlarðu að taka þátt í kröfu um ákæru á hendur þeim sem ábyrgð bera?

Og í langan tíma hefur fólk dáið úr „bóluefnum“ sem þú mæltir með. Ætlar fólk að halda áfram að þegja þangað til þú viðurkennir eftir nokkur ár að þetta hafi líka verið rangt?

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð