Páll Vilhjálmsson skrifar:
Lögmaðurinn og fyrrum forseti Mannréttindadómsstóls Evrópu, Róbert Spanó, er til umfjöllunar í danskri umræðu um hvort Danir ættu að segja sig frá lögsögu dómstólsins. Í nýlegri bók og og blaðagrein er vitnað í Spanó sem aðgerðalögfræðing.
Danir ræða útgöngu frá Mannréttindadómstólum til að endurheimta forræði dómsmála, einkum hvað útlendingamál varðar. Mannréttindadómstóllinn er ekki hluti af stofnanaveldi ESB. Dómstólinn er með 46 aðildarríki sem tilefna dómara. Í dönsku greininni, sem hér er til umfjöllunar, segir að ,,dómstóllinn sé samsuða af hefðum, menningu, pólitík, réttarkerfi, siðvenjum, efnahag og félagsgerð 46 landa en skilar samt einni niðurstöðu í hverju máli." Afgreiðsla dómsins sé einatt ,,skapandi" lögfræði á pólitískum forsendum.
Í samsuðunni er þó rauður þráður og þar kemur Spanó til skjalanna sem fyrrum forseti dómstólsins 2020-2022. Danska greinin vísar í bók sem kom út í Danmörku síðsumars og segir:
Viðhorf Spanó er ,,að Mannréttindadómstóllinn á samkvæmt skilgreiningu að takmarka framgang vilja meirihlutans. Og áfram að dómstóllinn ,,er settur á laggirnar til að valda meirihlutanum gremju. Það er kjarninn í okkar starfi."
Á dönsku: Spanos holdning er, ”at Menneskerettighedsdomstolen per definition skal indføre begrænsninger for flertallets synspunkt.” Og videre, at Domstolen ”er skabt til at skabe frustration hos flertallet. Det er essensen af vores job.”
Meirihlutinn sem talað er um í dönsku greininni er þjóðarviljinn í 46 aðildarríkjum dómstólsins. Spanó, samkvæmt dönsku greininni og bókinni sem vísað er í, segist starfa eftir þeirri réttarheimspeki að ómerkja þjóðlegan meirihlutavilja, sem er niðurstaða lýðræðislegra kosninga. Spanó og félagar hafa ekkert umboð frá almenningi, en þeir hafa vald til að hnekkja niðurstöðum lýðræðislegra stjórnarhátta.
Greiningin á Spanó á dönsku fellur eins og flís við rass að framferði hans í íslenskum málefnum. Spanó var aðalhöfundurinn að falli Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra 2019 og meðhöfundur atlögu Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að Guðrún Hafsteinsdóttur sitjandi dómsmálaráðherra.
Sigríður útskýrði í svari til fjölmiðla plottið að fjarlæga úr embætti Helga Magnús vararíkissaksóknara, sem hafði sjálfstæðar skoðanir, meira í takt við almenning en Sigríður þoldi. Á RÚV er haft eftir Sigríði að ,,sérfræðingar" hefðu átt að úrskurða hvort Helgi Magnús héldi starfinu eða ekki. Og hvaða sérfræðingar sætu í nefndinni? Jú, auðvitað Róbert Spanó og aktívistalögfræðingar af sama sauðahúsi.
Plottið gegn Helga Magnúsi og atlagan að Guðrúnu dómsmálaráðherra er hönnuð atburðarás óreiðufólks með prófgráður.