Frá árinu 2019 hefur rithöfundurinn Kristín Guðmundsdóttir skrifað bækur fyrir fólk af erlendum uppruna sem er búið með grunninn í íslensku. Erfið orð og orðasambönd eru útskýrð í bókinni með tilvísunum.
„Ég hef gefið bækurnar sjálf út og á þessu ári gaf ég út bókina Tólf lyklar. Hinar bækurnar eru Nýjar slóðir, Óvænt ferðalag, Leiðin að nýjum heimi og Birtir af degi. Ástæða þess að Ég fór að gefa þessar bækur út af eigin frumkvæði var að vinkona mín, sem kom til landsins árið 1995, sagði að það var skortur á góðu lestrarefni fyrir fólk af erlendum uppruna.
Þessi hópur var svolítið utangarðs og sumir hverjir hafa átt erfitt með að læra íslenskuna alveg. Þótt það er búið með allan grunn í íslensku.“ segir Kristín í samtali við Fréttina.
Grunnskólar, Leikskólar, framhaldsskólar, fyrirtæki, einstaklingar heima og erlendis, bókasöfn hafa tekið bókinni vel að sögn Kristínar.
Hægt er að skoða bækurnar hér ásamt því að leggja inn pöntun.