Jón Magnússon skrifar:
Dómsmálaráðherra upplýsir að sænskir sendi glæpahópa til Íslands. E.t.v. kemur það ráðamönnum Íslands loksins í skilning um hvursu nauðsynlegt það er að við segjum okkur úr Schengen.
Sú var tíðin, að sænskur útflutningur var rómaður. Talað var um sænskar gæðavörur og sú staðreynd að varan var sænsk voru óræk meðmæli. Þá var Volvo aðalbifreiðin, fasteign á hjólum og melka skyrturnar afbragði annarra.
Svo rammt hvað að innflutningi frá Svíþjóð bæði á vörum, verklagi og hugmyndum að talað var um, að það væri sama hvað vitlaust það væri, allt væri flutt inn frá Svíþjóð.
Nú hefur brugðið til hins verra. Svíar hafa haft opin landamæri í mörg ár og afleiðingarnar: Skotbardagar í borgum eru daglegt brauð. Kveikt er í bílum og lögreglan fer ekki inn í ákveðin hverfi nema þungvopnuð.
Nú flytja Svíar helst glæpahópa til Íslands og Danmerkur og Danir hafa brugðist ókvæða við en ekki við þá fyrr en nú.
Svíar hafa verið að herða hælisleitendalöggjöf sína á meðan við erum skrefinu á eftir. Þau sár sem það mun valda okkur í nútíð en sérstaklega framtíð munu koma meir og meir í ljós og er þó nóg komið. Það þarf því ekki að flytja inn sænska glæpaflokka. Við erum stöðugt að eignast fleiri vegna andvaraleysis og fábjánaháttar íslenskra stjórnvalda í málum hælisleitenda.
Sem betur fer eigum við vaskan yfirmann lögreglunnar á Suðurnesjum sem bjargar því sem bjargað verður. En meira þarf til, ef við eigum ekki að verða verri en Svíþjóð.