Ný skýrsla: BBC hlutdrægt í umfjöllun um stríðið á Gasa

frettinErlent, Fjölmiðlar, Ingibjörg GísladóttirLeave a Comment

Ingibjörg Gísladóttir skrifar:

Í kjölfar skýrslu um hlutdræga umfjöllun BBC um stríðið milli Hamas og Ísraelshers sagði yfirmaður stjórnar BBC, Samir Shah, við samskiptanefnd lávarðadeildar breska þingsins að kerfisbundin greining á fréttaflutningi stöðvarinnar af deilunum fyrir botni Miðjarðarhafsins þyrfti að fara fram og bætti við að BBC ætti að íhuga að taka umfjjöllun um stríðið fyrir í næstu þematísku umfjöllun sinni, en áður hefur BBC skoðað umfjöllun sína um skatta og fólksflutninga til landsins.

Í umræddri skýrslu er breski málafærslumaðurinn Trevor Asserson vann með því að greina fjögurra mánaða efni frá BBC á hinum ýmsu miðlum frá 7. október síðastliðnum kemur fram að BBC hefði gróflega brotið hlutleysisreglur sínar meira en 1,500 sinnum í umfjöllun sinni um átökin á Gasa. Stofnunin hefði meðal annars notað orðið "þjóðarmorð" 283 sinnum um gerðir Ísraelsmanna en 19 sinnum um Hamas.

Ásakanir um þjóðarmorð á Palestínumönnum heyrði ég fyrst fyrir um 15 árum á RÚV en frá þeim tíma hefur þeim fjölgað um meira en milljón, skv. gögnum UNRWA. Að dauði rúmlega 40.000 manna samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas á Gasa geti flokkast sem þjóðarmorð er mjög vafasamt og auk þess virðast fallnir Hamasliðar inni í þeirri tölu, sem eru um 17,000 samkvæmt nýlegum tölum frá Ísraelsher. Vilji Hamas til þjóðarmorðs kemur hins vegar vel fram í stofnskrá samtakanna frá 1988 þar sem segir að íslam muni eyða Ísraelsríki og að heimsendir komi ekki fyrr en gyðingum hafi verið útrýmt.

Trevor Asserson sagði í viðtali á Sky News, Ástralíu að þessi brot á hlutleysisreglu BBC sem, stærði sig af traustri fréttamennsku, væru kerfisbundin og sýndu algjöra vanhæfni stjórnar þess til að veita fréttamönnum sínum aðhald, Mörkin á milli fréttamennsku og tjáningu skoðana hefðu algjörlega máðst út, sem drægi úr trausti á fréttamiðlum. Aðspurður (Rita Panahi talaði við hann) sagði hann að fréttamenn ríkisrekinna stöðva væru jafn líklegir og aðrir til að ánetjast sértækum skoðunum. Stjórnendur hefðu tilhneigingu til að ráða skoðanabræður sína og til að hækka þá í tign. Í lok viðtalsins sagði hann að ef BBC gerði ekkert með skýrslu sína þá myndi hann leita til dómstólanna. Enskir dómarar skildu hvað orðið hlutleysi merkti.

Skildu eftir skilaboð