Meloni kallar eftir alþjóðlegum aðgerðum gegn barnaþrælkun og mansali á þingi Sameinuðu þjóðanna

frettinErlent, UNLeave a Comment

„Í heimi sem oft er stoltur af framförum í mannréttindum er átakanlegt að horfa upp á að barnaþrælkun og mansal haldi áfram að dafna á skelfilegum stigum.“ Þetta segir Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, í nýlegri ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna,  og kallar hún eftir því að alþjóðasamfélagið efla viðleitni sína til að berjast gegn þessum svívirðilegu glæpum.

Þetta mál er ekki bundið við þróunarlönd; það er rótgróið í alþjóðlegum glæpagengjum, knúið áfram af ólöglegum innflytjendum og eftirspurn er mikil á svörtum mörkuðum. Meloni lagði áherslu á brýna nauðsyn á sameinuðum aðgerðum til að rífa niður þessi tengslanet, sem meðhöndla manneskjur, sérstaklega börn, sem varning:

„Sameinuðu þjóðirnar verða að gera meira, vegna þess að þessi glæpasamtök eru að endurskapa nýja tegund þrælahalds, að gera manneskju að varningi, sem þetta þing gegndi einu sinni lykilhlutverki í að uppræta. Við getum ekki farið aftur á bak," segir Meloni.

Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) áætlar að árið 2021 hafi um 49,6 milljónir manna verið beittar einhvers konar nútímaþrælkun. Þessar hryllilegu tölur undirstrika alvarleika málsins, þar sem 27,6 milljónir manna eru neyddir til vinnu og 22 milljónir fastar í nauðungarhjónaböndum, sem einnig eru viðurkennd sem nútímaþrælahald.

Meira um málið má lesa hér.

Skildu eftir skilaboð