Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Áhugaverð grein eftir Mats Reimer (barnalækni í Gautaborg) fjallar um lagalegar og siðferðilegar áskoranir í kringum trans heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar.
Við vitum einfaldlega ekki hvers vegna kynáttunarvandi, eða transsexualismi eins og það er líka kallað, fór á áratug frá því að vera afar sjaldgæfur sjúkdómur yfir í að nálgast algengan sjúkdóm í hinum vestræna heimi.
„Fyrirsjáanlega munu það ekki vera rannsakendur eða stjórnmálamenn, heldur dómstólar og tryggingafélög, sem ákveða framtíðarumönnun ungs trans-fólks í Bandaríkjunum. Undanfarin tvö ár hefur meira en tugur ungra trans-einstaklingar kært fyrrverandi umönnunaraðila sína fyrir misferli og krafist hára skaðabóta."
Biðin eftir öruggari upplýsingum um hvaða sjúklingar gætu hugsanlega fengið betra líf eftir læknisfræðilega breytingu er löng. Það ætti í staðinn að bjóða börnum og ungmennum sálfræðimeðferð til að sætta sig við heilbrigðan líkama ef mögulegt er. Viðeigandi aldurstakmark fyrir læknismeðferð væri 25 ár, þannig að heilinn hafi haft tíma til að þroskast.
Við vitum ekki hvers vegna kynáttunarvandi eykst og við vitum ekki hvers vegna kynjahlutfallið hefur breyst þannig að þeir sjúklingar sem greinast nú eru flestir (líffræðilegar) stúlkur/konur í stað stráka/karla eins og áður.
Hins vegar vitum við að yngstu sjúklingarnir með kynáttunarvanda munu almennt skipta um skoðun og sætta sig við líkama sinn eftir kynþroska. Við höfum enga aðferð til að ákvarða fyrirfram hvaða kynáttunarvandi verður viðvarandi. Við vitum að þeir sem upplifa kynáttunarvanda eiga yfirleitt líka við ýmis önnur geðræn vandamál að stríða en við vitum ekki hvort hormónar og skurðaðgerðir leiða til betri geðheilsu til lengri tíma litið segir hann.
Greinina í heild sinni má lesa hér.