Dönsk naflaskoðun á veirutímum

frettinCOVID-19, Erlent, Geir Ágústsson1 Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Dönsk yfirvöld ætla að fara í rannsókn á því hvernig þeim tókst til á veirutímum.

Þetta sá ég ekki fyrir. Danir hafa meira og minna gleymt veirutímum og gera jafnvel stólpagrín að hræðslunni sem greip um sig. Ekki hafði ég hugmynd um að það væri búið að undirbúa rannsókn á viðbrögðum yfirvalda og núna búið að finna peningana til að hefjast handa.

Ekki veit ég hvort þetta verði raunveruleg rannsókn eða hvítþvottur. Það kemur væntanlega ljós. En fyrsta skrefið er einhver rannsókn. Hana má svo gagnrýna eða taka undir.

Hvað með Íslendinga? Á ekki að rannsaka neitt? Eða bara að láta eins og ekkert sé? Jafnvel þótt afleiðingar veirutími herji ennþá mjög á íslenskt samfélag? Verðbólgan, umframdauðsföllin, lág fæðingatíðnin, margt fleira.

Ætli það ekki og nú þegar megnið af þríeyki dauðans er komið efst á lista þess flokks sem mælist stærstur í könnunum er næsta víst að andspyrnan við að hefja rannsókn verði mikil á þinginu að loknum kosningum.

Auðvitað er engin skylda að læra af mistökum sínum eða annarra. Sumir þurfa að gera mistök oftar en aðrir til að læra. Í bekknum sitja tossarnir aftast og gera sömu mistökin aftur og aftur, eða afrita mistök annarra. Er það lýsing á Íslendingum?

One Comment on “Dönsk naflaskoðun á veirutímum”

  1. Við getum dreymt um uppljómun almennings en hjörðin hefur tapað vitinu og marsear áfram í sömu átt að hengifluginu. Að ávarpa hópinn er vonlaust en einstaklingur sem sýnir efa er líklega tilbúinn að byrja að hlusta og á von til að ná sönsum á ný. Þar komum við til sögunnar og réttum þeim hjálparhönd, skilning og fyrirgefningu.

    Charles Mckay lýsti þessu fyrirbrigði vel í bók sinni, Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds, útgefin 1841.

    “Men, it has been well said, think in herds; it will be seen that they go mad in herds, while they only recover their senses slowly, one by one.”

Skildu eftir skilaboð