Lekin NBC-myndataka: virðast undirbúa sig fyrir sigur Trump í forsetakosningunum

frettinInnlendarLeave a Comment

Leki úr sýndaratburðarás NBS fréttastofunnar á kosninganótt, sýna Donald Trump fyrrverandi forseta með meirihluta atkvæða á mikilvægum vígstöðvum.

Í fyrri hluta myndbandsins sem lekið var, sýnir NBC furðu hagstætt kort fyrir Trump og benda á óvænta sigra í mikilvægum ríkjum eins og Michigan. Stóru miðlarnir vestanhafs útbúa sýndaratburðarrás rétt fyrir kosningar, eftir því hvor frambjóðandinn teljist líklegri til að bera sigur úr býtum og virðast því undirbúnir fyrir sigur Trump á morgun.

„Þetta er mjög stórt fyrir Donald Trump. Joe Biden vann það árið 2020, en í þetta sinn fer það til Trump. Ef hann gerir það í Michigan þá er það gott merki fyrir hann," segir fréttamaðurinn.

Greiningaraðilar NBC lýsa mikilvægi ríkja eins og Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, sem öll sýna að Trump haldi naumlega forystu.

Hins vegar virðist leiðin fram á við fyrir Kamölu Harris sífellt þrengri.

„Kamala Harris hefur aðeins nokkrar leiðir til að komast þangað,“ segir fréttamaðurinn og undirstrikar mikilvægi Pennsylvaníu og nokkurra annarra lykilríkja sem Biden vann árið 2020“

„Trump og repúblikanar hafa staðið sig frábærlega í byrjun kosningatímabilsins,“ segir Elon Musk.

Hann hefur fylgst með tölunum í Pennsylvaníu sem sýna að Trump er með yfir 500.000 fleiri atkvæði á þessum tímapunkti en hann var árið 2020 á móti Biden.

Kamala Harris mun þurfa metþátttöku á kjördag til að ná Trump forseta í Pennsylvaníu.

Michael Nutter, fyrrverandi borgarstjóri Fíladelfíu, varar demókrata við því að Harris þurfi a.m.k. 600.000 atkvæði í Fíladelfíu á kjördag, til að ná að toppa fyrrverandi forsetann í Pennsylvaníu fylki, þetta segir hann við Columbia Institute of Global Politics og má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð