Tveir sæstrengir í Eystra­salti rofnir og grunur um skemmdarverk

frettinInnlendarLeave a Comment

Sæ­streng­ur á milli Finn­lands og Þýska­lands hef­ur rofnað. Talið er að skorið hafi verið á hann vís­vit­andi. Ut­an­rík­is­ráðherr­ar land­anna tveggja segj­ast hafa þung­ar áhyggj­ur í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu.

Sæ­streng­ur­inn, sem nefn­ist C-Li­on1 og flyt­ur fjar­skipta­boð, er um 1.200 kíló­metra lang­ur og er eina beina teng­ing Finn­lands við Mið-Evr­ópu, mbl greinir frá.

Þá ligg­ur hann meðfram öðrum innviðum á sjáv­ar­botni svo sem gas- og raf­orku­leiðslum.

Í yf­ir­lýs­ingu frá finnska fyr­ir­tæk­inu Cinia, sem hef­ur um­sjón með strengn­um, seg­ir að verið sé að rann­saka málið.

Verða ekki án ut­anaðkom­andi árekst­urs

Haft er eft­ir tals­manni Cinia í finnsk­um miðlum að all­ar teng­ing­ar í strengn­um séu í sund­ur.

„Á þess­ari stundu er ekki mögu­legt að meta ástæðu rofs­ins, en rof sem þetta verður ekki á þessu svæði án ut­anaðkom­andi árekst­urs,“ seg­ir talsmaður­inn.

Rof strengs­ins á sér stað aðeins nokkr­um vik­um eft­ir að Banda­rík­in vöruðu við auk­inni starf­semi rúss­neska hers­ins í kring­um mik­il­væga sæ­strengi.

Greint var frá því í dag að sænsk stjórn­völd væru tek­in að senda fimm millj­ón bæk­linga til lands­manna þar sem þeir eru hvatt­ir til að búa sig und­ir mögu­leg stríðsátök. Þá hafa Finn­ar opnað sér­staka vefsíðu þar sem farið er yfir mik­il­væg atriði, komi til átaka.

Sæ­streng­ur sem ligg­ur um Eystra­salt á milli Svíþjóðar og Lit­há­en hef­ur verið rof­inn.

Sænska rík­is­út­varpið grein­ir frá en þetta er ann­ar sæ­streng­ur­inn í Eystra­salti sem verður fyr­ir skemmd­um á skömm­um tíma.

Þegar hef­ur verið greint frá rofi sæ­strengs á milli Finn­lands og Þýska­lands. Talið er að skorið hafi verið á hann vís­vit­andi.

Til rann­sókn­ar hjá sænsk­um yf­ir­völd­um

Að sögn sænska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins eru nú bæði at­vik­in til rann­sókn­ar hjá sænsk­um yf­ir­völd­um, en rof sæ­strengs­ins á milli Finn­lands og Þýska­lands varð í sænskri efna­hagslög­sögu.

Litið er á málið sem al­var­legt ör­ygg­is­mál og er rík­is­stjórn Svíþjóðar sögð munu fylgj­ast grannt með gangi mála.

Þá er einnig haft eft­ir varn­ar­málaráðuneyt­inu að það sé gíf­ur­lega mik­il­vægt að það komi skýrt fram hvers vegna það séu nú tveir sæ­streng­ir í Eystra­salti sem virka ekki.

Aug­ljóst að þetta var ekk­ert slys

Lit­há­enski rík­is­miðill­inn LRT hef­ur eft­ir sér­fræðingi fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Telia, sem hef­ur um­sjón með strengn­um, að það sé aðeins á um tíu fer­metra svæði sem streng­irn­ir tveir skar­ast.

„Þar sem báðir rofnuðu þá er aug­ljóst að það var ekk­ert slys á borð við að sleppa akk­eri á röng­um stað, þetta gæti verið eitt­hvað al­var­legra,“ tjá­ir hann LRT.

Fjallað var um það í dag hvernig sænsk og finnsk stjórn­völd hefðu hvatt íbúa til að búa sig und­ir stríð.

Skildu eftir skilaboð