Þorgerður Katrín gekk í gildru Selenskí, ekki ráðgjafi Trump

frettinErlent, Innlent, Páll Vilhjálmsson, Úkraínustríðið1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Fyrir þrem dögum hóf Úkraínuher endurnýjaða sókn í Kúrsk-héraði Rússlands. Selenskí forseti vildi sýna árangur á vígvellinum vegna fyrirhugaðrar heimsóknar sérstaks ráðgjafa Trump væntanlegs Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, Keith Kellogg, fyrrverandi hershöfðingi.

Selenskí fékk, eins og vanlega, fyrirsagnir alþjóðapressunnar. Nýja Kúrsk-aðgerðin, sú fyrri var í ágúst, skyldi gerbreyta vígstöðunni Úkraínu í vil. Veruleikinn er annar. Úkraínuher beið afhroð í Kúrsk, líkt og víðar á víglínunni.

Kellogg ráðgjafi Trump frestaði heimsókninni, sem átti að vera nú í byrjun janúar, fram yfir embættistöku eftir tvær vikur. Frestun gefur til kynna að ráðgjafinn ætli ekki að láta misnota sig í ímyndarstríði Selenskí þar sem Úkraínu gengur allt í haginn og skammt sé að bíða ósigurs Rússa.

Þorgerður Katrín arkaði aftur glaðbeitt í gildru Selenskí, sem þó var ekki fyrir hana spennt. Sitjandi utanríkisráðherra fetaði í fótspor forvera síns. Þórdís Kolbrún hafði sér til afsökunar að allir vestrænir stjórnmálamenn sem vettlingi gátu valdið heimsóttu Selenskí í Kænugarð fyrstu misseri stríðsins til að mynda sig að verja lýðræði og vestræn gildi. Nú eru bráðum þrjú ár síðan innrás Rússa hófst. Ítarleg greining hefur farið fram. Niðurstaðan er að tveir skólar kenna hvor sína útgáfuna af atburðarásinni.

Í fyrsta lagi vestræna elítan sem kynnir Pútín sem 21stu aldar útgáfu af Hitler er sæti færis til heimsyfirráða. Þessi skóli miðar upphafið við febrúar 2022.

Í öðru lagi raunsæismenn, John Mearsheimer þar fremstur, sem líta aftur til loka kalda stríðsins, um 1990, og skilgreina rás atburða út frá viðurkenndum sjónarmiðum í alþjóðapólitík. Nýtt framlag er frá prófessor Jonathan Haslalm, Hroki (Hubris). Í fyrirlestri kynnir Haslam kjarnann í bókinni. Vestrænn hroki er aðalástæða Úkraínustríðsins.

Vestræna elítan stundar pólitík og þvingar fram sína útgáfu í meginstraumsmiðlum. Raunsæismenn iðka ekki pólitík og fara mun nær ástæðum og eðli Úkraínustríðsins.

Þorgerður Katrín hefði betur sinnt íslenskum hagsmunum en ekki vestrænu elítunnar og hvergi farið til Úkraínu.

One Comment on “Þorgerður Katrín gekk í gildru Selenskí, ekki ráðgjafi Trump”

  1. Þorgerður Katrín er sami fávitinn og forveri hennar í þessu embætti, enda kemur hún útskrifuð úr sama heilaþvottar-skólanum og pokarottan. Ég vissi það alltaf að BNA myndu fá sinn mann í þetta embætti, íslenskum stjórnmálum er í rauninni stjórnað af fasistunum í Washington.

    Þetta stríð BNA og skósveina þeirra mun standa yfir í MÖRG ár, Úkraínska þóðin hefur í rauninni engan tilgang annan enn að fórna sínu lifi fyrir BNA og NATO. Það eina sem getur stoppað þetta stríð er að efnahagur BNA hrynji og þeir verði uppiskroppa af pappír í seðlaprentvélarnar, Vonandi áttar Evrópa sig þá á því að það er betra að vera sjálfstæð enn að vera hernumin af BNA.

Skildu eftir skilaboð