Viðtal Elon Musk við Alice Weidel, leiðtoga AfD í Þýskalandi

frettinErlent, Stjórnmál, ViðtalLeave a Comment

Viðtal Elon Musk við Alice Weidel, leiðtoga Alternative for Germany (AfD), hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu og hefur valdið glóblistunum í Evrópu nokkurri angist. Weidel, hún er nú vinsælasti kanslaraframbjóðandinn samkvæmt skoðanakönnunum.

Infratest dimap skoðanakönnun sem birt var nýlega sýnir að yfir 20% Þjóðverja eru ánægðir með frammistöðu Weidel, núverandi kanslarinn Olaf Scholz, mælist hinsvegar með sögulega lágt fylgi.

Hvað ræddu Musk og Weidel á X-spjallinu?

Viðtalið var 70 mínútna langt og yfir 200.000 manns hlustuðu á viðtalið í beinni útsendingu.

Rætt var um orkuframboð Þýskalands, kosti kjarnorku, innflytjendamál, stríðið í Úkraínu, stríð í Miðausturlöndum og fleira.

Musk lýsti yfir trausti á að Donald Trump, kjörinn forseti Bandaríkjanna, myndi binda enda á átökin í Úkraínu og Gaza-svæðinu með skjótum hætti, en Weidel lýsti því sem hún kallar óstjórn Þýskalands síðustu tvo áratugi.

Þau voru sammála um að skrifræðisbyrðarnar væru of miklar fyrir fyrirtæki sem hygðust auka starfsemi í Þýskalandi - eitthvað sem Musk hefur upplifað með Tesla Giga-verksmiðju sinni fyrir utan Berlín.

Segir Angelu Merkel hafa eyðilagt landið

Weidel ræddi það sem margir þjóðverjar hafa áhyggjur af, þ.e. að Angela Merkel, hefði í raun verið fyrsti "græni" kanslari Þýskalands og að hún hefði eyðilagt landið með því að galopna landamærin fyrir flóttamönnum.

Farið var út í heimspekileg og trúarleg efni,  þar sem Weidel spurði Musk hvort hann trúði á Guð. Milljarðamæringurinn sem er áhugamaður um vísindaskáldskap sagðist trúa á eðlisfræði byggða nálgun á guðdóminn, en hann hafi átt í tilvistarkreppu á aldrinum 12 eða 13 ára, sem var leyst með því að lesa skáldsögu Douglas Adams frá 1979 „The Hitchhiker's Guide To The Galaxy."

„Það leiddi mig til þess að álykta að við ættum að stækka umfang og mælikvarða meðvitundar, svo að við getum betur vitað hvaða spurningar við eigum að spyrja um svör við alheiminum,“ sagði Musk. „Við ættum að grípa til aðgerða sem leiða til meiri skilnings á alheiminum.

Umræðurnar í heild sinni má hlusta á hér neðar, en þegar þegar þetta er skrifað, þá hafa yfir 15,5 milljónir hlýtt á viðtalið:

Skildu eftir skilaboð